is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/23083

Titill: 
  • Jóga sem leikur : leið til þess að efla heilbrigði og velferð á yngsta stigi grunnskóla
Námsstig: 
  • Meistara
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
  • Markmið verkefnisins er að svara rannsóknarspurningunni: Hvernig má fella jóga að kennslu á yngsta stigi grunnskóla? Einnig er markmið að koma grunnþættinum heilbrigði og velferð meira inn í hina hefðbundnu kennslustund á yngsta stigi grunnskóla og koma þannig meira jafnvægi á skólaumhverfi barna. Verkefnið felst í fræðilegri greinargerð þar sem fyrrnefndri rannsóknarspurningu er svarað og síðan að koma með hugmynd að handbók, kennsluefni fyrir kennara sem byggir á greinargerðinni. Handbókin gæti nýst til þess að skapa börnum aðstæður til heilbrigðari lífshátta með því að notast við aðferðir jóga og leiki sem efla félags- og tilfinningagreind. Meðal annars er unnið að því að auka hreyfingu, efla færni barna í góðum og heilbrigðum samskiptum, byggja upp góða sjálfsmynd og hafa stjórn á streitu. Grunnþátturinn læsi fléttast þar einnig við þar sem verið er að auka orðaforða nemenda ásamt því að efla hlustunarskilning.
    Undanfarin ár hafa orðið breytingar í samfélaginu og menntakerfinu og í kjölfar þeirra breytinga virðast margir skólar farnir að leita nýrra leiða til þess að höfða til allra nemenda og skila menntuðum og heilbrigðum einstaklingum út í síbreytilegt samfélag 21. aldarinnar. Víða erlendis er farið að nota jóga í grunnskólum en hér á landi virðast almennir grunnskólar ekki vera farnir að tileinka sér jóga í kennslu nema þá kannski einstaka kennarar.
    Efni handbókarinnar var lagt fyrir þrjá fyrstu bekki í grunnskóla á höfuðborgarsvæðinu og í kjölfarið var unnið úr þeirri reynslu og athugunum sem gerðar voru á vettvangi. Niðurstöður sýndu að nemendum fannst efnið skemmtilegt en ráðlegt þykir að kenna nemendum það smám saman á meðan þeir tileinka sér nýja aðferð sem þessa. Með það í huga og í ljósi þess sem fram kom í greinargerðinni má segja að jóga og þar af leiðandi handbók sú sem gefin er hugmynd að, eigi fullt erindi á yngsta stig grunnskóla. Meðal annars til að auka fjölbreytni í kennslu, stuðla að meira jafnvægi í skólaumhverfi nemenda og koma til móts við ólíkar þarfir þeirra.

  • Útdráttur er á ensku

    The purpose of this project is to answer the research question, How can yoga be incorporated into teaching in primary schools? It is also the purpose to have the key points of health and wellbeing more present in daily lessons in the early stages in primary schools and by that establish a better balance in the school environment. The project is an academic research paper that aims to answer the above questions. The project is also to submit a guideline or educational material for teachers. This guideline is based on the research paper and it is intended as a foundation for a healthier lifestyle for children, by using yoga techniques and games that strengthen social and emotional intelligence. Among other things it would increase physical activity, strengthen healthy communications skills, build up a positive identity and control stress.
    The key points of reading are weaved into it as well, as this will increase children’s vocabulary and reinforce listening skills.
    In recent years there have been changes both in society and in education, and as a result of the changes many schools have begun to look for new ways to appeal to all students and deliver educated and healthy individuals out in the ever-changing 21st century. Many countries have begun to use yoga in schools, but here in Iceland it seems that public schools have not yet begun to adopt yoga teaching, except perhaps individual teachers.
    The material was presented to three year 1 classes in the greater Reykjavik area and after that the paper was written using the results, the experience and on field studies. The results showed that students felt the material fun but it is recommended to teach it to students in steps while they adopt new approach like this. As a result it is my opinion that yoga and the guideline that is submitted is well fitted for primary schools, mainly to add diversity, promote more balance in the school setting and to meet the diverse needs of students.

Athugasemdir: 
  • Fylgiskjal: Jóga sem leikur : jógasögur og leikir sem leið til að efla heilbrigði og velferð : handbók fyrir grunnskólakennara
Samþykkt: 
  • 1.10.2015
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/23083


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Handbók+jóga+sem+leikur.pdf1.07 MBLokaður til...01.06.2115Handbók PDF
Jóga sem leikur greinargerð prentun.pdf556.76 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna