is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/23199

Titill: 
  • Tvær algengar raskanir sem einkenna börn í íslenskum skólastofum
Námsstig: 
  • Bakkalár
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
  • Á síðustu árum og áratugum hefur orðið fjölgun á börnum sem greinast með ADHD (athyglisbrestur með ofvirkni) eða einhverfu. Helstu einkenni ADHD eru athyglisbrestur, ofvirkni og hvatvísi. Rannsóknir sýna að það eru um 5% barna sem glíma við ADHD í dag. Helstu einkenni einhverfu varða tengsl og samspil við aðra, mál og tjáskipti, og að lokum áráttuhegðun. Á Íslandi eru rúmlega 1% einstaklinga með röskun á einhverfurófi, sem þýðir að hér á landi eru um 3.000 einstaklingar með þessa röskun.
    Kennarar í grunnskólum geta gert margt til þess að auðvelda nemendur með ADHD eða einhverfu skólagöngu sína, meðal annars hafa í huga hvernig best sé að skipuleggja kennslustofuna þannig að hægt sé að aðstoða nemendur persónulega við að skipuleggja sig í námi og að veita þeim umbun fyrir jákvæða hegðun. Fram kemur í lögum um grunnskóla að allir grunnskólanemendur eigi rétt á að fá kennslu sem henti þeim í hvetjandi námsumhverfi. Einnig kemur fram í lögum að þeir grunnskólanemendur sem eru með sérþarfir eigi rétt á ákveðum stuðning í námi í samræmi við sérþarfir.

Samþykkt: 
  • 11.11.2015
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/23199


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
BA Lokaverkefni - María Dögg Halldórsdóttir - PDF skjal.pdf632.05 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna