is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/23243

Titill: 
  • Að virkja framhaldsskólanema til jafnréttis í félagslífi : starfendarannsókn jafnréttisfulltrúa
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Þörf er á því að líta á skólasamfélagið sem heild og vinna að jafnrétti á öllum sviðum, líka í félagslífinu, sem er stór liður í menningu framhaldsskólanna. Meginspurningin í þessari rannsókn var: Hvernig get ég hjálpað nemendum að vinna að jafnrétti í félagslífi þeirra? Sjónum var sérstaklega beint að því hvernig bæri að skipuleggja jafnréttisstarfið, hvernig tækist að virkja nemendur og líðan minni í hlutverki leiðtogans.
    Ég gerði starfendarannsókn á tímabilinu september 2014 – maí 2015. Rannsóknardagbók, upptökur, tölvupóstar, glærur og rýnihópaviðtal voru gögn þessarar rannsóknar. Niðurstöður voru margþættar. Gildi ýmissa ytri þátta skýrðist, þannig að ég lærði hvernig mætti nýta hlutverk, tíma, fundi, fræðslu og áætlanagerð í markvissu jafnréttisstarfi. Ég fann jafnvægi í því hversu stýrandi ég vildi vera og lærði að takast á við togstreitu. Með því að leggja mig fram um að nálgast nemendur á jafningjagrundvelli, ýta undir samræður og setja ákvörðunarvaldið í hendur nemenda tel ég að mér takist að halda í gildi mín um lýðræðislega nálgun. Hlutverk jafnréttisfulltrúans sem leiðtoga er jafnframt mikilvægt á meðan nemendur sýna ekki frumkvæði og sjálfstæði í jafnréttisstarfi. Forystuhlutverkinu fylgja áskoranir, m.a. í tengslum við hæfni og tilfinningar, en ég tel að sjálfsstyrking og samstarf efli áræðni og úthald.
    Þegar upp var staðið fannst mér markverður árangur hafa náðst í því að virkja nemendur í jafnréttisstarfi. Niðurstöður rannsóknarinnar gagnast mér í áframhaldandi jafnréttisstarfi með nemendum. Viðhorf mín þróuðust og ég kom auga á hindranir og tækifæri þannig að mér finnst ég skilja aðstæður mínar betur og hafa bætt mig sem fagmaður í hlutverki jafnréttisfulltrúans. Rannsóknin ætti að vekja athygli á mikilvægi jafnréttisstarfs í félagslífi í framhaldsskólum og hún gefur vísbendingar um áskoranir og leiðir til árangurs í slíku starfi.

  • Útdráttur er á ensku

    Mobilizing secondary school students to promote equality in their social life: Action research of an equality practitioner.
    Abstract
    There is a need to view the education community as a whole and work towards equality in all areas thereof; including the social sphere, which is a large part of the secondary school culture. The main research question was: How can I help students work towards social equality within their own social circle? Specific focus was pointed at how best to organize the equality work, how well the students could be activated, in addition to monitoring my own feelings in the role of their leader.
    I conducted an action research which lasted from September 2014 to May 2015. The data consisted of a research diary, recordings, emails, slides and a focus group. The results were manifold. The value of several outer factors became clear, I thus learned how to make use of role, time, meetings, instruction and planning in systematic equality work. I figured out a balance of how directive I wanted to be and learned to deal with tension. By making an effort to approach the students as their equal, encouraging conversation and placing the power to make decisions in the students’ hands I believe I have been able to stick to my values regarding democratic approach. The role of the equality practitioner as a leader is also important when students do not take initiative or practice independence in the equality work. The leadership role comes with its challenges, i.e. in connection with competency and feelings, but I believe self-reinforcement and cooperation enhances audacity and stamina.
    In the end, I felt that considerable progress was made in activating the students in equality work. The results of the research will enhance my continued work towards equality with the students. My outlook has evolved and I have indentified both hindrances and opportunities which makes me feel I understand my situation better and have improved as a professional in the role of the equality practitioner. The study should highlight the importance of equality work in the social activities in secondary schools, in addition, it gives clues as to where further challenges can be found as well as how to succeed in such work.

Athugasemdir: 
  • Efnisorð
    Jafnrétti
    Kynjafræði
    Framhaldsskóli
    Félagslíf
    Nemendafélög
    Jafnréttisfulltrúi
    Leiðtogi
    Lýðræði
Samþykkt: 
  • 24.11.2015
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/23243


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Freyja Rós Haraldsdóttir_2015_Med.pdf1.33 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna