is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/23256

Titill: 
  • Ferðalag : ferðasaga ungs kennara
  • Titill er á ensku Journey : a story of a young teacher
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Þessi ritgerð byggir á starfendarannsókn sem unnin var á tímabilinu frá byrjun september 2014 fram til maíloka 2015. Markmið rannsóknarinnar var að leita svara við því hvernig kennari, sem er að stíga sín fyrstu spor í kennslu, getur náð sem best til nemenda, kennt líffræði á sem bestan og fjölbreytilegastan hátt og stuðlað að þroskandi meðnámi (collateral learning) nemenda. Niðurstöður rannsóknarinnar byggja á gögnum sem samanstanda af dagbókarskrifum, umræðum í rýnihóp, verkefnum nemenda, spjalli við nemendur, ígrundunum og gagnrýninni leiðsögn frá leiðbeinanda.
    Meginniðurstöður rannsóknarinnar eru að mikilvægt er að kennari leggi sig fram við að ná sem best til nemenda sinna. Með því að sýna þeim umhyggju og tala við nemendur á jafningjagrundvelli, skynja nemendur að kennaranum er umhugað um velferð þeirra og þannig myndast virðing og traust á milli kennara og nemenda. Mikilvægt er að hafa líffræðikennsluna sem fjölbreytilegasta þannig að hún höfði til sem breiðasta hóps nemenda og kennslan sé brotin upp með t.d. myndbandsbrotum, umræðum, verkefnum eða öðru slíku. Gott skipulag er grundvöllur góðrar kennslu en hafa þarf í huga að skipulagið má aldrei stjórna kennslunni. Skipulagið þarf að vera plan til viðmiðunar. Kennari þarf alltaf að vera tilbúinn til að breyta út af skipulaginu. Það er alfarið í höndum kennarans að lesa dagsform bekkjarins og spinna svo úr því efni sem hann hefur í höndunum hverju sinni.
    Þá benda niðurstöður til þess að mikilvægt sé að kennari vandi valið á kennsluaðferðum, verkefnavinnu og öðru slíku og passi að hafa það sem fjölbreytilegast. Með því stuðlar kennari að fjölbreytilegu og nytsamlegu meðnámi sem mikilvægt er þroska nemenda. Menntaskólaárin eru mótunarár og margir nemendur taka stökk í þroska á þessum árum. Meðnám er þar þýðingarmikill hlekkur og því er mikilvægt að vanda vel til verka.

  • Útdráttur er á ensku

    This thesis is based on an action research conducted from September 2014 to the end of May 2015. The objective of the research was to examine how a new teacher can best reach his students and teach biology in the most efficient and variable way, and drive for meaningful collateral learning. The findings of the thesis are based on data that consists of journals, study groups, student projects and discussions, and guidance and review from the professor.
    The main conclusion of the thesis is that it’s important that the teacher makes an extra effort to reach his students. By showing care and having discussions with students on equal level the students will sense that the teacher has their well-being at heart and mutual trust and respect can develop between teacher and student. In order to reach a broad group of students in biology class, it is important to use variety of different methods like videos, discussion, projects and other methods. Good organization is vital to effective teaching but the plan should never control the teaching, it should be a guide for reference. The teacher needs to be able to divert from the plan based on the form of the class and adjust the teaching methods in accordance to how to best reach his students.
    The findings also point to the importance of selecting variety of methods and projects for the teaching. In that way the teacher can achieve useful and diverse collateral learning for the students. The secondary school years are important for the development of the students and many achieve a leap in personal development. Collateral learning is an important link in that development and vital for the teacher to work with great care.

Samþykkt: 
  • 25.11.2015
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/23256


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Ferðalag - Ferðasaga ungs kennara.pdf1.11 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna