is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskólinn á Bifröst > Lagadeild > Meistaraverkefni í lagadeild (MA/ML) >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/23258

Titill: 
  • Regluvörður : hver er staða og verksvið regluvarða fjármálafyrirtækja?
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Í þessari ritgerð verður fjallað um stöðu og verksvið regluvarða fjármálafyrirtækja á Íslandi. Í byrjun ritgerðar verður farið yfir hverskonar fyrirtæki falla undir skilgreiningu fjármálafyrirtækis, skoðað er innra skipulag fjármálafyrirtækis og varnarlínurnar þrjár útlistaðar. Innan fjármálafyrirtækja gegna regluverðir mikilvægu hlutverki við að tryggja að fjármálafyrirtæki og starfsmenn þess uppfylli skilyrði sem lög, reglur og innri verkferlar setja þeim. Ef vel tekst til gegna regluverðir lykilhlutverki við að byggja upp og viðhalda góðri viðskiptamenningu innan fjármálafyrirtækis. Fjármálafyrirtæki þurfa að hafa skilgreind úrræði til handa regluverði sem regluvörður getur gripið til ef regluvörður verður var við misbresti innan fyrirtækisins.
    Sérstaklega verður gerð grein fyrir stöðu og verksviði regluvarða fjármálafyrirtækja og verður reynt að gera því hlutverki góð skil. Fjallað verður um samskipti regluvarða við forstjóra, aðgang að upplýsingum, sjálfstæði regluvarða, starfsöryggi og velt verður upp þeirri spurningu hvort regluverðir ættu einnig að vera siðferðisverðir innan fjármálafyrirtækja.
    Miklar breytingar hafa átt sér stað á regluverki regluvörslu og verður í lokin skoðuð þróun hlutverks regluvarða og viðmót í þeirra garð fyrir og eftir fall íslensks fjármálamarkaðar haustið 2008.

Samþykkt: 
  • 26.11.2015
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/23258


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Sigurður Haukur Grétarsson, ML ritgerð.pdf1.03 MBLokaður til...04.06.2030HeildartextiPDF

Athugsemd: Ritgerðin er lokuð að ósk höfundar.