is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/23264

Titill: 
  • Hver er upplifun nemenda með sértæka námsörðugleika af skólagöngu sinni?
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Viðfangsefni rannsóknar höfundar er íslenskir grunnskólanemendur sem glíma við sértæka námsörðugleika. Markmið hennar var að afla upplýsinga frá þessum nemendum um upplifun þeirra af skólagöngu sinni, aðgreiningu frá öðrum vegna sérkennslu sem fer fram í aðgreindu rými og hvernig þeim gengur að takast á við verkefni sem sett eru fyrir. Öflun upplýsinga fór fram með hálfstöðluðum viðtölum.
    Alls 15 nemendur á aldrinum 9-12 ára í einum grunnskóla á höfuðborgarsvæðinu, með lestrar- og/eða stærðfræðiörðugleika, tóku þátt í rannsókninni. Upplifun þeirra af skólagöngu sinni tengdist í flestum tilfellum þeim félögum sem þeir áttu í skólanum og var hún oftast góð. Fæstir upplifðu aðgreiningu frá bekkjarfélögum sínum á neikvæðan hátt þegar þeir sóttu sérkennslutíma.
    Greining viðtalanna leiddi í ljós að flestir sögðust eiga í einhverjum erfiðleikum í náminu með að vinna úr og/eða meðtaka fyrirmæli kennara og leiðbeiningar í bókum. Þetta gerði þeim erfitt að átta sig á hvað þeir ættu að gera þegar þeir unnu verkefnin og þar af leiðandi fannst þeim erfitt að takast á við sumt af námsefninu. Flestir viðmælendur fundu til vanlíðunar af og til, vegna ólíkra aðstæðna, eins og stríðni af hálfu félaga. Þrátt fyrir að sumir upplifðu erfiða tíma í skólanum leið flestum þeirra samt vel.

Samþykkt: 
  • 26.11.2015
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/23264


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Verkefni_lokalokaskil_2015.pdf1.54 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna