is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/2328

Titill: 
  • Jón eða Séra Jón? Stefna Evrópusambandsins í fólksflutningum og sérmeðferð arðbærra innflytjenda
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Samstarfssviðum Evrópusambandsins hefur fjölgað undanfarin ár og ná þau nú yfir efnahagssamstarf, pólitíska-, og félagslega samvinnu. Í ritgerðinni verða Evrópusamruninn og fólksflutningastefna Evrópusambandsins skoðuð út frá sáttmálum, reglugerðum, aðgerðaáætlunum og fræðigreinum. Skoðað verður hver staða innflytjenda innan þjóðríkjanna er, hvort samfélögum standi ógn af fjölmenningu og hvort stefna Evrópusambandsins, varðandi innflytjendur, falli að kenningum raunhyggjusinna. Leitast verður við að svara því hvort fólksflutningastefna Evrópusambandsins, byggi á sérmeðferð og mismunun ólíkra hópa innflytjenda.
    Helstu niðurstöður eru að stefna Evrópusambandsins, varðandi innflytjendur, virðist vera byggð á eiginhagsmunum, þrátt fyrir yfirlýsingar og sáttmála er miða að jafnrétti. Evrópusambandið virðist mismuna innflytjendum eftir „kynþætti“ og hæfileikum og stefna þess sýnist mótast af hagnýtingu innflytjenda sem vinnuafls, sem lið í aðgerðaáætlun er miðar að því að gera Evrópu að þekkingar-, og efnahagsveldi. Ennfremur virðist stefnan falla vel að raunhyggjukenningum um Evrópusamrunann. Fram kemur að gerlegt sé finna sameiginlegan grundvöll ólíkra menninga og að fjölmenning ógni því ekki samfélagslegum stöðugleika. Þverþjóðleg tengsl virðast helst vera nýtt af þeim sem náð hafa kjölfestu innan móttökulandsins. Þrátt fyrir að þverþjóðleg tengsl feli í sér að innflytjendur lifi og hrærist þvert á landamæri komist þeir ekki hjá aðlögun að menningu móttökulandsins.

Samþykkt: 
  • 29.4.2009
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/2328


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Ritgerd_Alfrun_Sigurgeirsdottir_fixed.pdf823.26 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna