is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/23303

Titill: 
  • Innlit í textílmennt : ferðalag til sjálfbærni í textílmenntakennslu á unglingastigi
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Þessi ritgerð fjallar um rannsókn á eigin kennslu sem hefur það markmið að ýta undir skilning nemenda á hugtakinu sjálfbærni í textílnámi með sköpun sem undirliggjandi þátt kennslunnar. Hugtakið sjálfbærni er víðfeðmt og hægt að segja að það snerti allt líf. Áskorun mín sem kennara er að takmarka umfjöllun um sjálfbærni við það sem tengist textílmennt og sköpun en jafnframt að sýna fram á heildrænt samhengi. Það felur í sér að efla skilning nemenda á því að ákvarðanir og breytni manna á einu sviði hefur áhrif á önnur. Sköpun er annað stórt hugtak sem seint verður skilgreint til fullnustu. Ég leitast hins vegar við að skoða hvernig og hvort sköpun eigi sér stað hjá nemendum miðað við þau fræði um sköpun sem ég hef tileinkað mér í meistaranáminu síðustu misseri og hef að leiðarljósi í kennslunni.
    Rannsóknin er starfendarannsókn og aðalrannsóknarhópurinn voru stúlkur í níunda og tíunda bekk í textílvali haustið 2013. Rannsóknin hélt áfram á vorönn 2014 þar sem margir nemendur héldu áfram í textílvali og spennandi var að skoða hvernig nám og kennsla þróuðust áfram með tilliti til fyrri reynslu.
    Helstu niðurstöður eru þær að formlegt nám og eftirfylgni kennara hafði áhrif á þekkingu nemenda sem kom skýrt fram í dagbókarskrifum þeirra og umræðum. Nokkurrar togstreitu gætti meðal nemenda milli þess að taka á móti formlegri kennslu og að geta strax byrjað á verklegri vinnu. Verkleg færni og sköpun tekur tíma og þeir nemendur sem héldu áfram í textílvali sýndu greinileg merki um vaxandi færni. Sköpun sem er þannig að eitthvað nýtt verður til og þróast í vinnuferlinu, birtist hjá einstaka nemendum sem höfðu úthald til að takast á við hindranir sem felst oft í skapandi ferli.

Samþykkt: 
  • 4.12.2015
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/23303


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Ólöf Ágústína Stefánsdóttir-7.pdf1.05 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna