is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/23304

Titill: 
  • Lífsins tré : leikskólastjóri gerir upp starf sitt
  • Titill er á ensku Tree of life : preschool head teacher‘s conclusion about her work
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Rannsókn þessi er starfendarannsókn og tilgangur hennar er að ég átti mig á hver stefna mín er og hvaða gildi ég vil hafa að leiðarljósi sem kennari og leiðtogi. Ég er leikskólakennari og hef starfað sem leikskólastjóri undanfarið. Ég hef upplifað starfsleiða og að tilfinningar mínar standi í vegi fyrir starfsþroska og fagmennsku minni. Í stað þess að hverfa hafa tilfinningarnar fylgt mér um nokkurn tíma. Ég ígrundaði starf mitt með því að líta til baka og skoða mig í starfi, og þær tilfinningar sem komu upp í ólíkum aðstæðum. Sú ígrundun leiddi mig ósjálfrátt að uppruna mínum, hvaðan ég kem og hvernig gildi mín hafa mótast af bernsku minni. Gagnaöflun fór fram með dagbókarskrifum, tólf spora vinnu, lestri fræðirita og samráði við rannsóknarvin. Ég finn fyrir þörf til að skilgreina þennan starfsleiða sem ég hef fundið fyrir og finna á ný fyrir krafti til að efla þekkingu mína og færni. Ég fann fyrir ákveðnum krafti við lestur fræðanna og fann ég samhljóm í kenningum um kulnun, leiðtoga og leiðtogahæfni og veruhátt eða menningarauð. Uppsprettan mín og myndræna túlkunin af lífsins trénu mínu hjálpaði mér að sjá ferlið fyrir mér myndrænt og gerði verkefnið meira lifandi. Í ferlinu og leitinni að gildum mínum fann ég að heilbrigði, heiðarleiki og hugrekki voru þau gildi sem mér finnst skína skærust. Mín skynjun var sú að ég var ekki að vinna á grundvelli þeirra eins og ég hefði viljað sem leiðtogi og kennari. Ég finn fyrir ríkri þörf að vinna af heilindum í því sem ég tek mér fyrir hendur og kýs ég að hafa þessi þrjú gildi að leiðarljósi í öllu lífi og starfi.

Samþykkt: 
  • 4.12.2015
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/23304


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Hrafnhildur Una Guðjónsdóttir 22.okt(1).pdf783.22 kBLokaður til...01.01.2040HeildartextiPDF