is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/23330

Titill: 
  • „Það er alltaf von“ Innri og ytri hindranir sem skapast geta vegna geðrænna vandkvæða
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Markmið þessarar rannsóknar var að varpa ljósi á og auka skilning á hindrunum sem skapast geta vegna geðrænna vandkvæða og áhrifa þeirra á lífsgæði einstaklinga með geðræn vandkvæði. Jafnframt var markmið að kanna viðhorf einstaklinga með geðræn vandkvæði er snúa að þörfum á upplýsingum um hindranir. Eigindlegum rannsóknaraðferðum var beitt við vinnslu þessarar rannsóknar. Tekin voru tíu viðtöl. Við greiningu gagna komu í ljós fjögur þemu: Reynsla af innri og ytri hindrunum, stuðningur vegna hindrana, aðstoð, aðferðir og/eða lausnir til þess að draga úr hindrunum og afstaða til fræðslu og forvarna.
    Helstu niðurstöður rannsóknarinnar gefa til kynna að hindranir geðrænna vandkvæða séu fjölbreyttar og hafi neikvæð áhrif á lífsgæði þátttakenda. Þær hindranir sem voru mest áberandi voru fordómar einstaklings gagnvart sjálfum sér, skömm, fordómar samfélagsins sem leiddu til hindrana fyrir einstakling á vinnumarkaði og þar með neikvæðum áhrifum á fjárhag. Þá voru aðgengi að þjónustu og félagsleg einangrun einnig áberandi hindranir. Niðurstöður rannsóknarinnar gefa til kynna að stuðningur og skilningur annarra skipti þátttakendur miklu máli, en þar getur félagsráðgjafi leikið stórt hlutverk. Ef litið er til aðstoðar, aðferða og lausna þátttakenda til þess að draga úr hindrunum má helst nefna eftirfarandi: Að halda í vonina, vera félagslega virkur, stunda jóga/hugleiðslu, tileinka sér valdeflingu ásamt því að leita eftir stuðningi við aðra einstaklinga í sömu sporum sem komnir eru lengra í bataferli. Rannsakandi dregur þá ályktun að þörf sé á aukinni fræðslu, forvörnum og snemmtækri íhlutun. Þátttakendur hefðu ekki einungis ávinning af aukinni fræðslu og forvörnum heldur væri það einnig ávinningur fyrir samfélagið í heild sinni.
    Lykilorð: Geðræn vandkvæði, innri og ytri hindranir, lífsgæði, félagsráðgjöf.

  • Útdráttur er á ensku

    The aim of this study was to increase understanding on the effects mental disorders have on quality of life and the barriers that can occur because of them. At the same time the aim was to examine the attitude of individuals with mental disorders towards the need for information on barriers. Qualitative research methods were applied in the process of this study. Ten interviews were conducted. The data analysis showed four themes: Experience of internal and external barriers, support because of barriers, assistance, methods and/or means to decrease barriers and attitude to education and preventive methods.
    The main results of this research indicates that barriers of mental disorders are multiple and have negative effects on the participants quality of life. The barriers that were most prominent were the participants self-stigmatization, shame and society prejudice that lead to barriers on professional status that resulted in negative impact on financial status. Service accessibility and social isolation were also prominent barriers. The main results of this research indicate that support and understanding of others were very important for the participants and here a social worker can be of much help. If focused on assistance, methods and means of the way participants decrease barriers the following play the main role: To keep the hope alive, be socially active, practice yoga/meditation, embrace empowerment along with seeking support from others in the same situation who are further along in recovery. The researcher thus concludes that there is need for increased education, prevention and early intervention. The benefits of increased education and prevention are not only in favor for the participants but also beneficial for the society.
    Key words: Mental disorders, internal and external barriers, quality of life, social work.

Samþykkt: 
  • 15.12.2015
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/23330


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Þórunn Þórsdóttir.pdf1.75 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna