is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Landbúnaðarháskóli Íslands > Umhverfisdeild (2005-2016) > B.S. verkefni - Umhverfisdeild >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/23349

Titill: 
  • Hrymur á Hrútsstöðum: Samanburðar- og framleiðslutilraun með nýtt íslenskt lerki
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Rýrt mólendi og berangur er að stórum hluta það land sem tekið hefur verið til fjölnytjaskógræktar á Íslandi. Rússalerki og stafafura eru þær trjátegundir sem henta til slíkrar skógræktar og hafa staðið sig einna best á rýru landi á Íslandi.
    Hrymur er blendingur rússalerkis og evrópulerkis og var búinn til af Þresti Eysteinssyni. Talsverðar vonir eru bundnar við að Hrymur sé betur aðlagaður aðstæðum á Suður- og Vesturlandi en rússalerki, en það hefur viljað lifna þar of snemma á vorin og er því hætt við vorkali.
    Samanburðar- og framleiðslutilraun með Hrym var sett upp á Hrútsstöðum í Dalasýslu sumarið 2012. Markmið verkefnisins var að kanna vaxtar- og lifunarmöguleika Hryms á Hrútsstöðum og bera þá eiginleika saman við rússalerki og stafafuru. Úttektir voru framkvæmdar að vori og hausti árin 2013 og 2014.
    Helstu niðurstöður eru þær að lifun allra samanburðartegundanna var góð á Hrútsstöðum. Hrymur laufgast seinna að vori en rússalerki og er því líklegur til að verða síður fyrir vorkali. Hann gengur einnig seinna frá sér að hausti og því frekar líklegur til að verða fyrir haustkali. Hrymur varð fyrir haustkali á fyrsta vaxtarári sem leiddi til neikvæðs hæðarvaxtar og fjöltoppamyndunar. Þrátt fyrir það gefur Hrymur sterkar vísbendingar um að vaxa betur en rússalerki á Hrútsstöðum í Dölum þó of fljótt sé að fullyrða um það.
    Hér eru til umræðu niðurstöður eftir aðeins þrjú fyrstu vaxtarárin. En um langtímarannsókn er að ræða og verður því áhugavert að fylgjast með Hrym til lengi tíma litið. Frekari rannsókna er þörf á skógrækt á rýru landi og þeim efnivið sem best hentar við þau skógræktarskilyrði. Úrval og kynbætur skipta þá miklu máli svo skógræktin skili sem mestum arði í hagrænu tilliti.

Samþykkt: 
  • 17.12.2015
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/23349


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
BS-ritgerð_Hrymur á Hrútsstöðum.pdf1.58 MBOpinnPDFSkoða/Opna