is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/23391

Titill: 
  • „Einhver besta gjöf sem að heilsugæslunni hefur verið gefin.“ Félagsráðgjafar í heilsugæslu
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Heilsugæslan á lögum samkvæmt að vera fyrsti viðkomustaður einstaklinga í leit að heilbrigðisþjónustu. Á landsvísu er þjónusta félagsráðgjafa í boði á þremur af 76 heilsugæslustöðvum. Þjónustan sem er veitt er mismunandi milli heilsugæslustöðva.
    Markmið þessarar rannsóknar var að varpa ljósi á verkefni félagsráðgjafa innan heilsugæslunnar og þróunarmöguleika þeirra. Einnig var stefna stjórnvalda skoðuð í málefnum heilsugæslunnar.
    Til að svara rannsóknarspurningunum voru í fyrsta lagi tekin viðtöl við fimm fagaðila, tvo félagsráðgjafa og þrjá lækna. Einnig var unnin stefnugreining á tillögum, lögum og þingskjölum frá Alþingi, ávörpum, greinum og opinberum skýrslum um málefni heilsugæslunnar.
    Niðurstöður leiða í ljós að verkefni félagsráðgjafa í heilsugæslu eru mjög fjölbreytt og ábyrgðarmikil. Félagsráðgjafarnir sinna utanumhaldi þverfaglegra teyma sem snúa að úrræðum fyrir skjólstæðinga á öllum aldri með heildarsýn að leiðarljósi. Viðmælendur voru sammála um að mikil tækifæri liggi í að bæta þjónustu í nærsamfélaginu með tilkomu fleiri félagsráðgjafa í heilsugæslu með tilheyrandi áherslu á forvarnir, heildarsýn og fjölskyldumiðun. Reynsla annarra og skoðun viðmælenda var meðal annars sú að með aðkomu félagsráðgjafa í heilsugæslu er hægt að bæta forvarnir, minnka kostnað og dreifa álagi. Stefna stjórnvalda á Íslandi er óskýr og virðist einkennast af stefnuleysi og stefnureki þar sem málefni heilsugæslunnar eru ekki í forgangi og því ekki til lykta leidd í þinglegri meðferð. Langtímastefna hefur ekki verið mótuð í heilbrigðisþjónustu og með hverri stjórn sem tekur við völdum virðist vinna fyrri stjórna oft virt að vettugi.
    Lykilorð: Heilsugæsla, þjónusta, stefna, stefnurek, félagsráðgjöf, teymi, grunnheilbrigðisþjónusta, forvarnir, sálfélagsleg vandkvæði.

  • Útdráttur er á ensku

    According to Icelandic law the primary health care centres should be the first point of contact for individuals seeking health care. In Iceland there are 76 primary health care centres of which three offer the services of social workers. The services offered in these centres vary.
    The objective of this study is to explore the tasks and functions of social workers within primary health care centres and the opportunities for further developing their roles and responsibilities. The study was also based on a policy analysis of primary health care.
    To answer the research questions five professionals; two social workers and three general practitioners, were interviewed. A policy analysis was performed on parliamentary resolutions, government bills, motions and proposals submitted to the parliament, as well as on articles, statements and official reports on health care.
    The study reveals the great variety of tasks and responsibilities of social workers roles within the primary health care centres. Social workers are responsible for the management of interdisciplinary collaboration on support resources for clients of all ages and they use the approach of holistic view. Interviewees agreed on the range of opportunities for improving services in the micro-­‐society by recruiting more social workers to the ranks of professionals in primary health care, as they would bring to the table their emphasis on prevention, holistic view and family approach. Documented experience and opinion of the interviewees were concurrent on the added value of social workers in the primary health care centres, resulting in increased efficiency of prevention, reduction of costs and more efficient distribution of workload. The government’s strategy for health care and primary health care is unclear and seems to be affected by lack of strategy and policy drift. The issue of primary health care is not a priority. Proposals and resolutions have not been followed through and have stranded in various stages of parliamentary procedure. Long term strategy for health care has not been forged and with each new government the policies from former governments are often not taken further and largely dismissed.
    Key words: Primary health care centres, service, strategy, policy drift, social work, interdisciplinary collaboration, primary health care, prevention, psychosocial difficulties.

Samþykkt: 
  • 21.12.2015
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/23391


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
MA_ritgerd_THH35.pdf1.44 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna