is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/23420

Titill: 
  • Einstaklingsréttindi eða misneyting? Útbreiðsla viðmiða um vændi og mansal í Hollandi og Svíþjóð
  • Titill er á ensku Individual rights or exploitation? How norms regarding prostitution and human trafficking diffuse in Holland and Sweden
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Vændi og mansal eru orð sem oft heyrast í umræðunni og oft í sömu setningunni. Mismunandi er hvernig ríki heims líta á vændi, en nokkuð óhætt er að segja að flest, ef ekki öll þeirra líta á mansal sem hræðilegan glæp sem beri að útrýma. Ríki beita ólíkum aðferðum við að sporna gegn mansali og eru helst tvær nálganir sem hafa náð hljómgrunni meðal ríkja varðandi hvernig litið er á vændi og hvernig eigi að sporna gegn mansali. Þessar nálganir eru nálganir Svíþjóðar og Hollands. Í Svíþjóð er lagt bann við kaupum á vændi en sala á vændi er lögleg. Markmiðið er að vernda fólk í vændi og sporna gegn mansali. Í Hollandi er sala og kaup á vændi lögleg, til að geta fylgst betur með hvort um mansal sé að ræða og að hægt sé að tryggja betra umhverfi fyrir fólk í vændi.
    Eins og sést er markmiðið hið sama, að vernda fólk í vændi og að koma í veg fyrir mansal. Hins vegar eru ólíkar leiðir farnar að markmiðinu. Markmið þessarar ritgerðar er að varpa ljósi á þann mun sem er á nálgunum ríkjanna tveggja með því að styðjast við kenningaramma sem felst í róttækum femínisma, frjályndum femínisma og útbreiðslu viðmiða. Þannig verður skoðað í hverju munur á nálgunum ríkjanna felst, hvernig ólík viðmið þeirra hafa breiðst út og hversu vel nálganirnar eru til þess fallnar að sporna gegn mansali. Niðurstöður leiddu í ljós að erfitt er að segja til um hvor nálgunin sé betur til þess fallin að sporna gegn mansali. Að auki má sjá að það viðmið sem er alþjóðlega útbreitt er að mansal sé slæmt, en ekki hefur náðst samstaða um eitt alþjóðlega útbreitt viðmið varðandi vændi.

Samþykkt: 
  • 4.1.2016
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/23420


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
BA-ritgerd.pdf542.35 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna