EnglishisÍslenska

Member institutions

Search in


ThesisUniversity of Iceland>Félagsvísindasvið>B.A./B.Ed./B.S. verkefni>

Please use this identifier to cite or link to this item: http://hdl.handle.net/1946/2347

Title
is

Nord Pool raforkumarkaðurinn

Abstract
is

Nord Pool er markaður með raforkusamninga fyrir það rafmagn sem framleitt er á Norðurlöndunum. Aðildarríki eru Noregur, Danmörk, Svíþjóð og Finnland. Fyrstu þjóðirnar til að hefja samstarf voru Noregur og Svíþjóð og markaði það upphaf að alþjóðlegum viðskiptum með rafmagn á Norðurlöndum og í raun fyrsta alþjóðlega markaðnum með rafmagn.
Á Nord Pool er hægt að versla með ýmsar tegundir raforkusamninga. Nord Pool Spot er markaður með samninga þar sem afhending á raforkunni er innifalin en Nord Pool ASA er markaður með fjármálagerninga þar sem undirliggjandi eignin eru þeir samningar sem er verslað með á Nord Pool Spot.
Helstu kostir þess að hafa sameiginlegan markað eru möguleikarnir sem skapast fyrir fyrirtæki að koma framleiðslu sinni í verð og kemur í veg fyrir að skortur myndist í löndunum. Þannig hleypur eitt land undir bagga þegar þörf er á raforku í öðru landi.
Markaðssvæðið er þó ekki fullþróað því enn eru mismunandi raforkuverð eftir svæðum og löndum. Helstu ástæður þess eru þær að löggjöf er mismunandi í löndunum, auk þess sem flöskuhálsar eru í sameiginlegu dreifikerfi sem veldur hækkandi verði á sumum svæðum.
Ýmsir þættir hafa áhrif á verðmyndun á rafmagni. Framleiðsluaðferðir eru mismunandi í löndunum og er það ein af ástæðum fyrir því að verslun verður hagkvæm.
Helstu niðurstöður ritgerðarinnar eru þær að úrkoma og verð á kolefniseiningum hefur áhrif á verðmyndun á raforku ef litið á kerfisverð á markaðnum. Greining á öðrum þáttum hefur ekki marktæk áhrif samkvæmt niðurstöðum, en líkur eru á að skortur á gögnum hafi ekki leitt í ljós skýrari niðurstöður.
Það mat höfundar að markaðurinn sé af hinu góða og alþjóðlegt samstarf sé löndunum til framdráttar. Samstarfið verður til þess að hagkvæmasta leiðin er farin í framleiðslu á hverjum tíma og verður til þess að samnýta auðlindir. Samnýtingin ætti að nýtast svæðinu við að hámarka hag neytenda og virka hvetjandi á framleiðendur til að finna nýjar hagkvæmari leiðir þar sem markaðurinn er orðinn fjölþjóðlegur og stærri markaður virki hvetjandi á tengda aðila.

Accepted
30/04/2009


Artifacts
Name[Sortable]Size[Sortable]Visibility[Sortable]Description[Sortable]Format
Nord Pool Raforkum... .pdf864KBOpen Complete Text PDF View/Open