is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/23548

Titill: 
  • Forræði fæðinga: Viðhorf, venjur og val á fæðingarstað
  • Titill er á ensku The custody of births: Attitudes, norms and birthplaces
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Í þessari ritgerð er fæðingarmenning og áhrifaþættir vals kvenna á fæðingarstað til umfjöllunar. Samfélagsbreytingar sem og líffræðilegir þættir hafa haft mikil áhrif á fæðingarmenningu alls staðar í heiminum og er staðan sú að í dag fæða flestar konur á vesturlöndum börn sín á sjúkrahúsum. Markmið ritgerðarinnar er leiða saman ólík sjónarmið er varða fæðingarmenningu og atbeina kvenna í fæðingum. Stuðst verður við kenningar Foucault um vald og þekkingu til þess varpa ljósi á vestræna fæðingarmenningu og valdamissi kvenna í kjölfar sjúkdómsvæðingu 20. aldarinnar. Í ljósi femíniskra kenninga um undirskipun kvenna verður aukin áhersla á tæknivædda fæðingarmenningu skoðuð og hvernig sú áhersla hefur áhrif á upplifun kvenna af fæðingarferlinu. Að lokum er sú ályktun dregin að menningin ákvarði fyrst og fremst viðhorf okkar til fæðinga og þar eru ólíkar hugmyndir um öryggi, viðhorf til sársauka og viðeigandi fæðingarhjálpar helstu áhrifaþættirnir. Skiptir þá máli að samfélagið styðji réttindi kvenna til þess að velja sér fæðingarstað, þó valið sé þvert á norm samfélagsins.

Samþykkt: 
  • 12.1.2016
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/23548


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Forraedifaedinga-BA-Emma.pdf523.45 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
Yfirlýsing_Emma.pdf398.84 kBLokaðurYfirlýsingPDF