is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/23556

Titill: 
  • Og þá gól útburður… Rannsókn á íslenskum útburðasögnum
Námsstig: 
  • Bakkalár
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
  • Ritgerð þessi er rannsókn á íslenskum sögnum um útburði og samskonar sögnum frá Norðurlöndunum. Henni er skipt í fimm meginkafla, auk inngangs og lokaorða. Í ritgerðinni er fyrirbærið útburður skoðað, þjóðtrúarvera sem þekkt er víðsvegar á Norðurlöndunum undir hinum ýmsu nöfnum og sem hefur ólíkt útlit og yfirbragð. Hér verða teknar fyrir sagnir um þessa veru og reynt að skilja hvaða boðskap hún átti að flytja samfélaginu sem sagði sögur um útburði. Þessi vera er afsprengi munnlegrar hefðar og reynt verður að sýna fram á hvernig tímans tönn hefur breytt henni og fjarlægt sagnirnar upprunalegum tilgangi sínum.
    Einnig verður skoðaður sögulegur og félagslegur bakgrunnur þessara sagna og reynt að sjá hvaða sannleikur býr þeim að baki. Hefðin að bera út börn birtist ítrekað í Íslendingasögum sem bendir til þess að útburður barna sé mjög forn siður. Bannið við útburði barna var sett á stuttu eftir kristnitöku og munum við sjá hvernig útburður barna hélt þrátt fyrir það áfram að vera félagslegt vandamál. Gengið verður út frá kenningum Lauri Honko um staðleysu og Arold van Gennep um jaðarástand. Einnig liggja rannsóknir Pentkäinen á útburðasögnum til grundvallar þessari rannsókn, sem og hugmyndir fræðimanna á borð við von Sydow og Lindu Dégh ásamt rannsóknir sagnfræðinga á dómsmálum kvenna.

Samþykkt: 
  • 12.1.2016
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/23556


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Diljá Rut Guðmundudóttir.pdf914.5 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna