is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Hugvísindasvið > B.A. verkefni - Hugvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/23566

Titill: 
  • „Enginn er dómari í eigin sök.“ Aðskilnaður dómsvalds og umboðsvalds í héraði
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Með tilkomu héraðsdómstóla árið 1992 lauk aðskilnaði dóms- og umboðsvalds í héraði en hugmyndir um aðskilnaðinn voru fyrst settar fram á Alþingi árið 1916. Fram til þess höfðu sýslumenn og bæjarfótgetar farið með dómsvald auk þess sem þeir sáu um löggæslu, innheimtu opinberra gjalda og fjölda annarra umboðsverka. Þróun dómskipunar á landsbyggðinni og í Reykjavík var ólík og lauk aðskilnaðinum mun fyrr í Reykjavík. Það var ekki fyrr en árið 1987 þegar Mannréttindanefnd Evrópuráðs ákvað að taka fyrir mál Jóns Kristinssonar að raunveruleg hreyfing komst á málið. Mál Jóns byggðist á því að dómskipan á landsbyggðinni væri brot á íslensku stjórnarskránni og mannréttindasáttmála Evrópuráðsins, sem Ísland var aðili að. Í ritgerðinni reyni ég að sýna fram á hvers vegna sú dómskipan sem var við lýði þótti ósækileg og mun þar aðallega styðjast við skrif lögfræðinga um málið. Meginverkefni ritgerðarinnar er þó að komast að því af hverju aðskilnaður dóms- og umboðsvalds tók eins langan tíma og hann í raun gerði. Til þess skoða ég lagabreytingar sem stuðluðu að auknum aðskilnaði dóms- og umboðsvalds og umræður um þær á Alþingi. Niðurstaða mín er sú að á Alþingi hafi einfaldlega ekki verið áhugi fyrir aðskilnaðinum. Breytingar hafi þótt of dýrar og ábatinn af þeim ekki verið nægur.

Samþykkt: 
  • 14.1.2016
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/23566


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Ólafur Valdimar Ómarsson BA-ritgerð.pdf406.94 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna