is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Hugvísindasvið > B.A. verkefni - Hugvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/23609

Titill: 
  • Áhrif stílsins í "Das Parfum"
  • Titill er á þýsku Die Effekte des Stils in "Das Parfum". Eine Untersuchung von ästhetischen Stilelementen und Charakteristika in Patrick Süskinds Roman
Námsstig: 
  • Bakkalár
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
  • Bókin Das Parfum um lyktnæma morðingjann Jean-Baptiste Grenouille (fr. froskur) eftir þýska rithöfundinn Patrick Süskind var gefin út í Þýskalandi árið 1985 af Diogenes forlaginu og varð á eftirkomandi árum seld í þúsundum upplaga um allan heim. Grenouille elst upp sem munaðarleysingi í París á tímum frönsku byltingarinnar. Það sem sker hann frá fjöldanum er það að hann gefur ekki frá sér neina líkamslykt, en hefur aftur á móti óvenju næmt lyktarskyn. Hann dreymir um að verða stærsti ilmvatnsframleiðandi heims og myrðir á leiðinni að markmiði sínu 26 ungar stúlkur í þeirri tilraun að fanga líkamslykt þeirra og búa til ilmvatn úr henni. Líf Grenouille endar á torgi í París, þar sem hann hefur ausið yfir sig ilmvatni unnu úr líkamslykt seinasta fórnarlambs síns. Vegna lyktarinnar er hann álitinn engill af viðstöddum, skorinn í bita og étinn.
    Bókin er 315 síður að lengd og er uppfull af hefðbundnu myndmáli og stílbrögðum, svo og erlendum orðum á frönsku og latínu. Süskind notar óspart íðorð úr heimi ilmvatnsgerðar sem gerir söguna og persónurnar enn trúverðugri.
    Í þessari ritgerð verður fjallað um stíl bókarinnar með tilliti til þeirrar gagnrýni sem bókin fékk, fagurfræðileg áhrif textans sem og skilgreiningu bókarinnar sem póstmódernískt verk.
    Annar kafli ritgerðarinnar fjallar um Póstmódernisma í samanburði við Módernisma í bókmenntalegum skilningi, svo og flokkun bókarinnar í bókmenntastefnur. Þriðji kafli fjallar um stílfræði og þau stílbrögð sem Süskind notar. Kaflar 4-6 taka fyrir útvaldar umsagnir bókmenntagagnrýnenda um stíl bókarinnar og útskýra meiningu þessara umsagna, á hverju þær eru byggðar og hvernig Süskind kallar fram þessi umfjölluðu stílbrögð.

Samþykkt: 
  • 20.1.2016
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/23609


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Die Stilistik in Das Parfum Lokaaútgáfa 20.01.2016.pdf918.14 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna