is Íslenska en English

Grein

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > Rafræn tímarit >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/23665

Titill: 
  • Málþroski leikskólabarna : þróun orðaforða, málfræði og hlustunarskilnings milli fjögurra og fimm ára aldurs
Útgáfa: 
  • Desember 2015
Útdráttur: 
  • Að börn öðlist góðan málþroska er mikilvægt markmið í sjálfu sér auk þess sem tungumálið er mikilvægasta verkfæri hugans og lykillinn að hugarheimi annarra. Málþroski á leikskólaaldri er því stór áhrifavaldur í félags- og vitsmunaþroska barna auk þess sem hann er undirstaða lestrarnáms á fyrstu skólaárunum og leggur grunn að lesskilningi og námsárangri í bráð og lengd.
    Fjöldi erlendra rannsókna sýna öra þróun máls og málnotkunar á leikskólaárunum en jafnframt mikinn einstaklingsmun sem oftast tengist menntun og stöðu foreldra. Þótt nokkrar rannsóknir hafi verið gerðar á málþroska íslenskra barna er heildarmyndin enn fremur fátækleg og brotakennd. Markmið rannsóknarinnar sem greinin fjallar um var að bæta púslum í myndina með því að kanna
    a) framfarir og einstaklingsmun meðal íslenskra barna í þremur mikilvægum málþroskaþáttum, orðaforða, málfræði og hlustunarskilningi (þ.e. skilningi á orðræðu í samfelldu mæltu máli/sögu) á lokaári þeirra í leikskóla;
    b) hvort mælingar á orðaforða, málfræði og hlustunarskilningi tengdust
    innbyrðis og við bakgrunnsbreytur á borð við menntun og stöðu foreldra,
    heimilishagi og læsismenningu á heimili, leikskóladvöl og fleira;
    c) hvort ‒ og þá hvaða ‒ þættir málþroska við fjögra ára aldur spá fyrir um árangur barna ári síðar.
    Þátttakendur voru 111 fjögra ára börn úr átta leikskólum í Reykjavík sem fylgt var eftir með árlegum mælingum á málþroska og fleiri þroskaþáttum. Rannsóknargögnin sem stuðst er við í þessari grein eru úr tveimur fyrstu fyrirlögnunum. Tölfræðigreining sýndi marktækar framfarir á öllum málþroskamælingunum milli ára en jafnframt gríðarmikinn einstaklingsmun. Miðlungs til sterk tengsl voru á milli mælinga á orðaforða, málfræði og hlustunarskilningi innbyrðis og milli ára og orðaforði og málfræði við fjögra ára aldur spáðu fyrir um hlustunarskilning við upphaf skólagöngu. Fylgnitölur við bakgrunnsbreytur voru yfirleitt ekki mjög háar en gáfu athyglisverðar vísbendingar. Orðaforði var sú breyta sem marktækt tengdist flestum bakgrunnsbreytum, meðal annars menntun móður, fjölskyldutekjum, fjölda barnabóka á heimili, lestri fyrir barnið heima og því hvort búseta barnsins var á einu heimili eða tveimur.
    Niðurstöðurnar staðfesta að meðal íslenskra barna eru síðustu árin í leikskóla mikið gróskutímabil fyrir málþroskaþætti sem gegna lykilhlutverki í alhliða þroska og leggja grunn að læsi og námsárangri síðar. Þær leiða jafnframt í ljós að munur á málþroska jafngamalla íslenskra barna er þá þegar orðinn verulegur og að sá munur tengist að hluta ýmsum áhættuþáttum í aðstæðum barnanna og fjölskyldna þeirra. Niðurstöðurnar undirstrika þannig hversu mikilvægt er að fylgjast grannt með málþroska/þróun orðaforða, málfræði og hlustunarskilnings barna á leikskólaárunum, ekki síst þeirra sem slakast standa og tryggja að þau fái fjölþætta og vandaða málörvun bæði í leikskóla og heima.

  • Útdráttur er á ensku

    Multiple studies of children learning English have confirmed the amazing speed of children’s language growth in the preschool years and its vital importance for children’s cognitive, social and emotional development as well as for future learning and literacy development. Already at this early age, however, important individual differences are consistently reported and a persistent link with the children’s parents’ education, SES and literacy practices in the home.
    Icelandic is a morphologically complex language spoken by a relatively
    homogeneous population of only 330 thousand people. Research on Icelandic children’s language development has been rather sparce and fragmentary, hampered among other things by the lack of assessment tools and funding. The longitudinal project reported on in this paper is the first of its kind in Iceland. The overall purpose was to add some pieces to the puzzle by developing assessment tools and providing up to date/research evidence of Icelandic children’s language development and the scope of individual differences between ages four and eight and investigating how these are related to various background variables, social-cognitive skills as well as to the children’s literacy development. In the present paper, the focus is on a narrow slice of the project, more precisely on the development of vocabulary, grammar and listening comprehension over the two years preceding children’s entry into elementary school.
    One hundred and eleven four-year-old children from eight preschools in Reykjavík participated in the study. Their average age at the beginning of the study was 55.7 months (SD=3.5), and 51% were boys. The data analyzed in this paper comes from the first two data points, when the children were four and five years old. Consistent with studies of English-speaking children, the results show that the Icelandic children made significant progress on all three language measures between ages 4 and 5. Furthermore, great individual differences appeared on all three measures already at age four with significant and stable within-age-group differences between the lowest-25%, mid-50% and the highest-25% at both data points. Significant concurrent correlations were observed between the three language measures at both ages as well as with many background variables. Thus, vocabulary significantly correlated with mothers’ education, monthly home income, number of children’s books in the home, frequency of parents’ bookreadings for the child, and whether the child lived with one or both parents. After controlling for the mother’s education and the child’s age, measures of receptive vocabulary at age four significantly predicted grammatical knowledge at age 5, and both vocabulary and grammar independently predicted the children’s listening comprehension score at age 5.
    In view of the far-reaching implications of vocabulary, grammatical skills and listening comprehension for later reading comprehension and for children’s learning and development in general, the results underline the importance of early identification and appropriate measures/intervention for Icelandic children at risk already before age four.

Birtist í: 
  • Netla
ISSN: 
  • 1670-0244
Samþykkt: 
  • 3.2.2016
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/23665


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Ragnarsd - 2015 - Málþroski leikskólabarna - Netla.pdf626.69 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna