is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Heilbrigðisvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Heilbrigðisvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/2370

Titill: 
  • Áhrif frásogshvata á flæði mónókapríns um húð
  • Titill er á ensku The efficacy of transdermal penetration enhancers on monocaprin diffusion through skin
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Endurteknar sýkingar af völdum Herpes simplex virus týpu 1 (HSV-1 ) er vandamál um allan heim. Þær einkennast af ertingu, kláða, brunatilfinningu og sársauka í upphafi, en síðan myndast blöðrur á eða í kringum varir, þekkt sem frunsa. Algengasta meðferð við endurteknum frunsum er útvortis acíclóvír gjöf. Vitað er að HSV-1 getur myndað þol gegn acíclóvír og afleiðum þess og því er mikill áhugi fyrir því að finna aðra meðferð. Lengi hefur verið vitað að lípíð drepi örverur og sýna samanburðarrannsóknir að mónókaprín (1-einglýseríð af kaprínsýru) sé virkast lípíða gegn bæði bakteríum og veirum. Vatnssækin hlaup sem innihalda mónókaprín sem virkt efni hafa því verið þróuð gegn HSV sýkingum.
    Markmið verkefnisins er að finna leið til að bæta flæði mónókapríns um húð og auka þar með aðgengi þess. Framleidd voru átta mismunandi vatnssækin hlaup sem innihéldu öll própýlen glýkól sem frásogshvata í 10 - 40 % styrk, en þrjú þeirra innihéldu auk própýlen glýkóls fría fitusýru í 5 % styrk. Fríu fitusýrurnar voru kaprínsýra, lárínsýra og olíusýra. Mælt var seigjustig framleiddra hlaupa og viðloðun við slímhúð. Við flæðiprófanir var notast við svínshúð sem fengin var af eyrum svína sem slátrað var í sláturhúsi Stjörnugrís á Kjalanesi. Húðin var skorin frá brjóskvefi eyrans og beitt var hitaaðskilnaði til að aðskilja hornlag húðarinnar (stratum corneum) frá öðrum hlutum húðarinnar og hornlagið notað í flæðiprófanir. Einnig var prófað flæði um hornlag mannshúðar. Við flæðipróf voru notaðar Franz flæðisellur og fosfatstuðpúði með pH 4,5 og 1,25 % hýdroxýprópýl-β-cýklódextríni sem móttökufasi. Sýni voru tekin út móttökufasa yfir 24 klst. tímabil og greind með HPLC aðferð.
    Niðurstöður sýna að flæði mónókapríns eykst með auknu magni própýlen glýkóls en aftur á móti fer flæðið snarlækkandi þegar fríum fitusýrum er bætt saman við. Seigjustig hlaupanna var nokkuð svipað fyrir þau hlaup sem innihéldu mismikið própýlen glýkól en seigjan var töluvert minni fyrir þau hlaup sem innihéldu fríar fitusýrur. Vinna viðloðunar var sambærileg fyrir öll hlaupin að frátöldum tveimur hlaupum sem höfðu meiri vinnu viðloðunar, þetta voru hlaup sem innihéldu annars vegar 30 % própýlen glýkól og hins vegar 40 % própýlen glýkól og 5 % lárínsýru.

Samþykkt: 
  • 30.4.2009
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/2370


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Lokaverkefni_pth2_fixed.pdf1.48 MBLokaðurHeildartextiPDF