is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskólinn á Bifröst > Félagsvísindadeild > Meistarverkefni í félagsvísindadeild (MA) >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/23716

Titill: 
  • Sjónvarpið í tölvunni : áhorf ungmenna á sjónvarpsefni og viðhorf þeirra til RÚV
Námsstig: 
  • Meistara
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
  • Aukin tölvueign, hraðara internet og tilkoma ýmiskonar snjalltækja auðveldar ungu fólki í nútímanum að velja úr aragrúa þátta, kvikmynda og annars afþreyingarefnis.
    Margir telja að samfélagsbreytingar og ör þróun á stafrænni miðlun myndefnis hafi afgerandi áhrif miðlanotkun almennings og þar með á hlutverk almannamiðla. Víða um heim þurfa ríkisreknir miðlar að réttlæta tilvist sína og RÚV er engin undantekning á því. Á undanförnum árum hefur stofnunin búið við ítrekaðan niðurskurð og samfélagsumræðu sem einkennist af ágreiningi um tilgang þess að reka hér almannamiðil. Algeng rök gegn rekstri almannamiðla eru að mikil aukning í miðlun myndefnis á internetinu, og minnkandi áhugi almennings á línulegu sjónvarpsáhorfi, sér í lagi meðal ungs fólks, geri ríkismiðilinn úreltan og óþarfan. Til að greina hvað liggur að baki slíkum rökum, miðar þessi rannsókn að því að varpa ljósi á áhorf ungs fólks á myndefni í mismunandi miðlum og viðhorf þeirra til RÚV. Viðtöl voru tekin við úrtak ungmenna á aldrinum 14-17 ára sem leiddu í ljós að stór hluti af áhorfi þeirra á sjónvarpsefni fer fram í tölvum, með streymi eða niðurhali. Bandarískir sjónvarpsþættir eru það efni sem þau kjósa helst að horfa á en áhorf á íslenskt efni eða efni á öðrum tungumálum en ensku er hverfandi lítið. Þátttakendur rannsóknarinnar sögðust sjaldan horfa á RÚV en þegar grennslast var fyrir um viðhorf þeirra til almannamiðilsins kom í ljós að þrátt fyrir að ungmennin nýti sér þjónustu RÚV ekki mikið, þá voru þau flest jákvæð í garð almannamiðilsins og töldu hann gegna mikilvægu samfélagslegu hlutverki.

  • Útdráttur er á ensku

    Fast Internet connections, smart phones and tablets make it easy for a generation, sometimes referred to as digital natives, to access the abundance of entertainment made available through various sources of media content. Many argue that this development is rapidly changing the role of Public Service Broadcasting (PSB) across the globe. Iceland's public broadcaster, RUV is no exception to this. Budget cuts have been made, for a few years in a row, and there is an on-going debate about the justification of using taxpayers money to provide public media services. One of the most commonly used argument in the PSB debate is that young audiences have already turned their back on public broadcasting and will do so even more in the years to follow. Examining the media consumption pattern of young people in Iceland an explorative study was made. Interviews were conducted with a small sample of adolescents aged 14 to 17, using qualitative research methods, to analyse how they choose to watch television content and what opinion they have on the role of PSB. The research findings reveal that the teenagers find most of their preferred content, mainly popular American TV-series, on various on-demand internet streaming platforms and subscription VOD. They rarely watch Icelandic programmes or programmes in other languages than English. Furthermore they rarely watch programmes that are broadcasted by RUV or utilize other services provided by the PSB. Regardless of this fact, most of them hold a positive opinion of the national broadcaster, acknowledging it's role in society.

Samþykkt: 
  • 9.2.2016
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/23716


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
AnnaThoraSteinthorsdottir_MA_Skil.pdf2.93 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna

Athugsemd: Verkið má afrita í einu eintaki til einkanota án skriflegs leyfis höfundar.