is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskólinn á Bifröst > Félagsvísindadeild > Meistarverkefni í félagsvísindadeild (MA) >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/23721

Titill: 
  • Starfsemi og hlutverk listagallería : viðhorf átta myndlistarmanna
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Markmið rannsóknarinnar var að kanna viðhorf myndlistarmanna til listagallería. Í rannsókninni var lögð áhersla á tvenns konar starfsemi listagallería, annars vegar listamannarekinna gallería og hins vegar faglegra gallería. Einnig voru teknir til greina þættir sem tengja myndlistarmenn og gallerí við myndlistarheiminn, eins og t.d. ferill listamannsins og listaverkamarkaðurinn.
    Notast var við eigindlega rannsóknaraðferð við framkvæmd rannsóknarinnar. Þátttakendur hennar voru átta talsins, fjórar konur og fjórir karlar á aldrinum 45 - 65 ára. Helmingur viðmælenda starfaði með faglegum galleríum en hinn helmingurinn starfaði sjálfstætt.
    Grunduð kenning var notuð við gagnagreiningu rannsóknarinnar. Rannsakandi tók átta hálfopin viðtöl. Í gagnagreiningarferlinu komu í ljós fjögur meginþemu, sem stuðst var við í ritgerðinni. Sameiginlegir þættir úr viðtölunum sem mótuðu þemu rannsóknarinnar snéru að tengslum myndlistarmanna við listamannarekin gallerí, fagleg gallerí, ferilinn og markaðinn. Fræðikafli ritgerðarinnar og rannsóknarspurningar hennar voru mótaðar út frá þessum fjórum þemum.
    Meginniðurstöður rannsóknarinnar sögðu til um það að ólík starfsemi gallería hefðu sínu hlutverki að gegna í ferli myndlistarmanna og í tengingu hans við listheiminn. Listamannarekin gallerí voru álitin upphafspunktur í ferli myndlistarmanna, þar sem listsköpunin fékk tækifæri til að þroskast og mótast. Fagleg gallerí voru aftur á móti talin staður þar sem ráðsettir listamenn fengu tækifæri til að ná lengra með list sína og feril. Í niðurstöðunum komu einnig fram þættir sem tengdust markaðnum og leiðir til að auka sölu listaverka og einnig þættir sem tengdust ferli myndlistarmanna þar sem ákveðnar reglur komu fram sem þarf að framfylgja til þess að listamaður sé tekinn í sátt af myndlistarheiminum í dag.

  • Útdráttur er á ensku

    The aim of this research was to explore artists’ views of art galleries. The research focused on two types of art galleries, on the one hand artist run galleries and on the other hand commercial galleries. Also included in the research were factors that connect the artists and the galleries to the art world, such as the artist’s career and the art market.
    The method used for the research was qualitative. Participants were eight, four women and four men, 45-65 years old. Half of the participants worked for commercial galleries and the other half for artist run galleries.
    A grounded theory was used for the data analysis of the research. The researcher took eight semi-open interviews. The analysis of the interviews shows four main themes, which were the basis for the thesis. The common factors from the interviews that formed the themes for the research were the artist’s connections to artist run galleries as well as commercial galleries, his or her career and the market. The academic chapter of the research and the research questions were formed based on these four themes.
    The main findings of the research suggest that different types of galleries play different parts in the career of the artist and his or her connection to the art world. Artist run galleries were considered a starting point in the artist’s career, where his or her art has a chance to develop and grow. Commercial galleries were then considered spaces where established artists get a chance to reach further with their careers and art. The findings also draw on factors related to the art market and ways to increase art sales, as well as factors related to the artist’s career and the art world where certain rules apply that must be obeyed for the artist to be accepted.

Samþykkt: 
  • 9.2.2016
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/23721


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
SnorriFreyrSnorrason_MA_lokaverk_Skemman.pdf1.13 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna

Athugsemd: Óheimilt er að afrita verkið að hluta eða í heild án skriflegs leyfis höfundar hverju sinni.