is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/23726

Titill: 
  • Íþróttameiðsli íslenskra ungmenna : algengi og brottfall vegna meiðsla
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Þátttaka í íþróttum og líkamsrækt hefur verið vaxandi undanfarna áratugi og íþróttameiðsli því orðin algengari. Tilgangur rannsóknarinnar var að meta algengi íþróttameiðsla og brottfall vegna þeirra. Að auki var tilgangurinn að skoða hvort íþróttameiðsli hefðu marktæk tengsl við kyn, aldur, þrek, holdafar og iðkun sem var meiri en 6 klukkustundir á viku, miðað við 6 klukkustundir eða minna.
    Rannsóknin var þversniðsrannsókn á 457 ungmennum, 17 og 23 ára. Hæð (cm), þyngd (kg), líkamsfita (g), fitulaus mjúkvefjamassi (g), beinmassi (g) og þrek (W/kg) var mælt en spurningalisti notaður til þess að meta þátttöku í íþróttum og líkamsrækt, algengi íþróttameiðsla og brottfall.
    Fjögurhundruð og fjörutíu (96%) höfðu einhvern tímann stundað íþróttir með íþróttafélagi en 277 (63%) voru hætt, fleiri (p=0,058) í hópi stúlkna (67,6%) en drengja (58,8%). Þrjátíu og sjö (8,4%) hættu vegna íþróttameiðsla. Af þeim sem æfðu með íþróttafélagi síðastliðna 12 mánuði voru 51% sem þurftu læknisfræðilega aðstoð einu sinni eða oftar. Þeir sem æfðu meira en 6 klukkustundir á viku höfðu fimmfalt hærra líkindahlutfall þess að hafa verið meiddir (OR=5,30; 95% CI: 3,00-9,42) en þeir sem æfðu 6 klukkustundir eða minna.
    Íþróttameiðsli eru talsvert vandamál sem geta valdið brottfalli úr íþróttum og haft neikvæðar heilsufarslegar afleiðingar. Áhættuþætti þarf að rannsaka betur svo hægt verði að efla forvarnir og tryggja þjálfun sem byggir á gagnreyndum aðferðum.

Styrktaraðili: 
  • Rannís, Lýðheilsusjóður, Embætti landlæknis, Íþróttasjóður Mennta- og menningarmálaráðuneytis, Rannsóknarsjóður HÍ, Hjartavernd, Landsbankinn, Síminn, Icepharma og Bílaleiga Akureyrar.
Samþykkt: 
  • 10.2.2016
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/23726


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Margret_H_Indridadottir_Meistararitgerd_lokaskjal.pdf843.28 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna