is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn á Bifröst > Lagadeild > Lokaverkefni í lagadeild (BS) >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/23732

Titill: 
  • Hver eru sjónarmið til bóta og ákvörðunar eignarnáms lands og annarra fasteigna?
  • Titill er á ensku What are the perspectives for compensation and the determination of expropriation of land and other real estate?
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Með tilkomu og lögfestingu Mannréttindasáttmála Evrópu ber meira á að íslenskir dómstólar líti til úrlausna Mannréttindadómstóls Evrópu er varðar mannréttindarákvæði stjórnarskrárinnar. Jafnræðisregla og meðalhófsregla stjórnarskrárinnar gegna þar stóru hlutverki. Dómstólar hafa í æ meira mæli litið í átt að breytilegri skýringu, sérstaklega hvað varðar mannréttindarákvæði stjórnarskrárinnar. Er þá tekið mið að þeim meginstraumum sem einkenna ráðandi stjórnmálahugsun og þróun samfélagsins. Ef þróun ætti sér ekki stað í mannréttindarákvæðum stjórnarskrárinnar og ekki væri litið til aðstæðna og tíðaranda þjóðfélagsins hvers tíma fyrir sig er mögulegt að kosningarréttur kvenna og almenn mannréttindi samkynhneigðra hefðu t.a.m. aldrei orðið að veruleika.
    Sjónarmið vegna bóta og ákvörðunar eignarnáms lands og annarra fasteigna eru þar ekki undanskilin og hafa að einhverju leyti fylgt þróuninni. Þá sérstaklega er varðar meðalhóf sem handhöfum ríkisvaldsins ber að gæta að þegar lagður er grundvöllur að eignarskerðingu sbr. dóm Hæstaréttar Íslands í máli nr. 425/2008 frá 19. mars 2009.

  • Útdráttur er á ensku

    With the establishment and enactment of The European Convention on Human Rights (ECHR) Icelandic courts increasingly look to the rulings of the European Court of Human Rights in regards to section VII of the Icelandic constitution or the human rights section. Here the equality rule and proportional rule play a large role. Courts have increased their use of variable definition, especially in regards to the human rights section of the constitution. Mainstream political thinking and social development are taken into account. If development did not occur in the human rights section of the constitution and conditions and ethos of the society at each given time were not taken into account it is entirely possible that women‘s suffrage and basic human rights for gay people would never had seen the light of day.

    Views on benefits and decisions regarding expropriation of land and real estate are not excluded therefrom and have in some ways not followed this development. Especially regarding proportionality which the holders of state authority are responsible for when determining asset impairment cf. Ruling of the Icelandic supreme court in case nr. 425/2008 from 19. March 2009.

Samþykkt: 
  • 10.2.2016
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/23732


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
OlofHildurGisladottir_BS_lokaverk-til-skemmu.pdf780.22 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna

Athugsemd: Ritgerðin er lokuð að ósk höfundar i tvö ár, að þeim tíma loknum er óheimilt að afrita verkið að hluta eða í heild án leyfis höfundar.