is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/23739

Titill: 
  • Innleiðing ISO 14001 hjá Netpörtum ehf. Lærdómur, kostir og gallar
Námsstig: 
  • Bakkalár
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
  • Með aukinni meðvitund um þau áhrif sem fyrirtæki hafa á umhverfi sitt ásamt hertari löggjöf og breyttu viðhorfi almennings til umhverfismála, hafa fyrirtæki í auknum mæli endurskoðað starfsemi sína og breytt henni í þágu umhverfissjónarmiða. ISO (Alþjóðlega staðlaráðið) 14001 staðalinn á rætur sínar að rekja til breyttrar heimssýnar í umhverfismálum og gerir innleiðing hans fyrirtækjum kleift að að byggja upp og reka umhverfisstjórnunarkerfi til að ná fram betri árangri í umhverfismálum sínum. Staðallinn er gefinn út af ISO en sjálfstæðir aðilar sjá um vottun.
    Alþjóðlegar rannsóknir hafa sýnt fram á að fyrirtæki fara frekar út í innleiðingu á staðlinum til þess að vera leiðandi í umhverfismálum en til þess að ná fjárhagslegum ávinningi. Jafnframt sýna niðurstöður kannana að þátttaka og stuðningur innri og ytri hagsmunaaðila skipti höfuðmáli við innleiðingarferlið. Ýmsir hjallar virðast þó vera á veginum og hafa mörg fyrirtæki sem hefja innleiðingu ekki lokið við að öðlast formlega vottun.
    Eigindleg könnun á innleiðingu ISO 14001 hjá fyrirtækinu Netpörtum ehf. leiddi í ljós að þar er almenn ánægja með staðalinn og innleiðing hans hefur stuðlað að aukinni skilvirkni í rekstri. Þá telja stjórnendur að hann geti hjálpað fyrirtækinu að vera leiðandi á sviði umhverfismála á þeim vettvangi sem fyrirtækið starfar. Í ljós kom að helstu ókostir sem fylgdu innleiðingunni voru að það er fremur dýrt að öðlast vottun auk þess sem það tekur talsverðan tíma stjórnenda og krefst mikillar skjölunar.

Samþykkt: 
  • 11.2.2016
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/23739


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
BS_Kristofer_V2016- lokayfirlestur.pdf962.69 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna