is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn í Reykjavík > Tæknisvið / School of Technology > BSc Verkfræðideild (áður Tækni- og verkfræðideild) og íþrótta-, iðn- og tæknifræði -2019 / Department of Engineering (was Dep. of Science and Engineering) >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/23746

Titill: 
  • Áhrif skottækni á vítaskot í körfuknattleik
Námsstig: 
  • Bakkalár
Höfundur: 
Útdráttur: 
  • Tilgangur rannsóknarinnar var að skoða áhrif réttrar skotþjálfunar á vítanýtingu. Fylgst var með tveimur hópum á 18 vikna tímabili. Öðrum hópnum var kennd ákveðin skottækni á meðan hinn hópurinn fékk enga tilsögn í skottækni. Allir þáttakendur tóku tvisvar sinnum 10 víti í hverri viku og vítanýting þeirra skráð. Fyrstu þrjár mælingarnar og síðustu þrjár mælingarnar hjá bæði rannsóknarhópnum og samanburðarhópnum voru bornar saman til að sjá bætingu á rannsóknartímabilinu. Niðurstöðurnar sýna fram á marktæka (95% öryggisbil) bætingu hjá rannsóknarhópnum en samanburðarhópurinn sýndi ekki marktæka bætingu. Í heild var um 20% bæting á vítanýtingu rannsóknarhópsins. Í kjölfarið var bæting vítanýtingar skoðuð með tilliti til kyns. Niðurstöður þeirrar rannsóknar bentu til að marktækur munur var á bætingu vítanýtingar eftir kyni. Karlkyns meðlimir rannsóknarinnar voru þó að meðaltali með betri vítanýtingu.

Samþykkt: 
  • 11.2.2016
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/23746


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Emil Barja lokaverkefni 2015.pdf851.7 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna