is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskólinn á Bifröst > Félagsvísindadeild > Meistarverkefni í félagsvísindadeild (MA) >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/23759

Titill: 
  • Sviðslistir á Fljótsdalshéraði
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Í þessari rannsókn er umhverfi sviðslista á Fljótdalshéraði skoðað og hver séu hugsanleg tækifæri fyrir atvinnusviðslistir á svæðinu. Rannsóknin byggir á viðtölum við fólk í stjórnsýslunni og sviðslistum bæði á svæðinu og annarsstaðar á landinu með áherslu á landsbyggðina. Eins skoðar höfundur menningarsamning Samtaka Sveitarfélaga á Austurlandi (SSA), Menningarmiðstöðvar Fljótsdalshéraðs (MMF) og Fljótdalshéraðs með Menningarstefnu ríkisins frá 2013 til hliðsjónar.
    Rannsóknin var eigindleg rannsókn þar sem þema greining var notuð til að greina niðurstöður viðtala.
    Rannsóknin leiddi í ljós að til að sviðslistir geti orðið að atvinnugrein á Fljótdalshéraði þurfi að veita auknu fjármagni til lista á Austurlandi og að nauðsynlegt sé bæta úr aðstöðuleysi til sýninga og æfinga sviðslista. Eins kölluðu viðmælendur eftir stefnu til lengi tíma frá sveitarfélaginu varðandi sviðslistir og menningarstarf almennt. Bæði ríki og bær hafa staðið við gerða samninga og jafnvel hefur sveitarfélagið gert meir en því ber skylda til en viðmælendur höfundar telja að skilningsleysis gæti varðandi þá staðreynd að sviðslistir eru kostnaðarsamari en aðrar listir. Samningur um Sóknaráætlun Austurlands milli SSA og ríkisins dugi því ekki til og þörf sé á hugarfarsbreytingu hjá yfirvöldum eigi sviðslistir að verða að atvinnugrein á Fljótdalshéraði. Leiðrétting vegna verðlags- og launahækkana er talin nauðsynleg til að jafna hlut listastofnanna landsbyggðarinnar við stofnanir á höfuðborgarsvæðinu.
    Lykilorð: Sviðslistir, Fljótsdalshérað, Menning, Landsbyggð, Menningarsamningur.

Samþykkt: 
  • 12.2.2016
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/23759


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
unnar_geir_MA_Bifrost_15.pdf990.69 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna

Athugsemd: Verkefnið má afrita í einu eintaki til einkanota án sérstaks leyfis höfundar.