is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn á Bifröst > Viðskiptadeild > Lokaverkefni í viðskiptadeild (BS) >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/23768

Titill: 
  • Áhrifaþættir starfsánægju : samanburður á útibúum Arion banka
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Viðfangsefni þessarar rannsóknar var starfsánægja og áhrifaþættir hennar. Fjölmargir þættir geta haft áhrif á viðhorf fólks til starfsánægju og eru þeir einnig mismunandi milli einstaklinga. Höfundi fannst því áhugavert að kanna hverjir þessir þættir eru hjá starfsfólki í útibúum Arion banka ásamt því að kanna hvort stærð vinnustaðar hafi áhrif á starfsánægju. Rannsóknarspurningin var því eftirfarandi:
    „Hvaða þættir hafa áhrif á starfsánægju og skiptir stærð vinnustaðar máli þegar kemur að starfsánægju?”
    Stuðst var við samleitandi snið þar sem bæði eigindlegra og megindlegra gagna var aflað, þau greind hvort í sínu lagi en síðan tengd saman þar sem við átti.
    Megindlegi hluti rannsóknarinnar var í formi spurningakönnunar sem send var á starfsfólk tveggja útibúa bankans. Eigindlegi hluti rannsóknarinnar fór þannig fram að tekin voru hálf opin viðtöl við útibússtjóra útibúanna tveggja og starfsmannastjóra fyrirtæksins.
    Niðurstöður rannsóknarinnar leiddu í ljós að starfsmenn virtust frekar ánægðir í starfi sínu í heildina litið. Stærð vinnustaðar virtist ekki skipta máli varðandi heildaránægju starfsfólks en tveir af þremur einstökum þáttum komu þó betur út á minni vinnustaðnum.

Samþykkt: 
  • 12.2.2016
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/23768


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
BS-ritgerð_AudurStefansdottir_skemman.pdf2.21 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
Efnisyfirlit.pdf96.16 kBOpinnEfnisyfirlitPDFSkoða/Opna

Athugsemd: Ritgerðin er lokuð að ósk höfundar vegna viðkvæmra upplýsinga.