is Íslenska en English

Grein

Háskóli Íslands > Ráðstefnurit > Vorráðstefna Viðskiptafræðistofnunar >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/23829

Titill: 
  • Hjá einkafyrirtæki eða opinberu: Hvaða þættir réðu því hvert þátttakendur í Lyðsstyrk réðu sig?
Útgáfa: 
  • Mars 2014
Útdráttur: 
  • Eftir hrunið haustið 2008 fjölgaði mjög þeim sem voru án vinnu og komst skráð atvinnuleysi hæst í 9,3% í febrúar 2010. Í ársbyrjun 2013 rann út bráðabirgðaákvæði sem lengt hafði bótarétt atvinnuleitenda tímabundið úr þremur árum í fjögur, en ljóst var að sú breyting myndi leiða til þess að verulega myndi fjölga í hópi atvinnulausra. Til að taka á þessum vanda var hrundið af stað verkefninu Liðsstyrkur sem Vinnumálastofnun hafði umsjón með. Öllum sem voru vinnufærir og vildu vinnu skyldi boðin vinna til sex mánaða, en þeim, sem voru óvinnufærir, stóð til boða starfstengd endurhæfing. Af þeim 742 langtíma-atvinnulausu einstaklingum, sem höfðu í lok október 2013 fengið vinnu fyrir tilstyrk átaksins Liðsstyrkur, höfðu 466 fengið vinnu hjá fyrirtækjum á almenna markaðnum og 276 hjá opinberum aðilum. Af fyrirliggjandi gögnum verður hvorki séð að aldur né sá fjöldi mánaða sem einstaklingur hafði verið án vinnu hafi skipt sköpum um það hvort viðkomandi fékk vinnu hjá einkafyrirtæki eða opinberu. Meiri líkur voru aftur á móti á því að karl fengi vinnu á almennum markaði en kona. Menntun á framhaldsskólastigi jók einnig líkur á að viðkomandi væri ráðinn til einkafyrirtækis og skipti þar tiltölulega litlu hvort um var að ræða stúdentspróf, iðnnám eða verklegt nám. Háskólamenntun dró hins vegar úr líkum á því að vera ráðinn til einkafyrirtækis. Ekki er heldur að sjá að miklu hafi skipt hvort einstaklingar hafi áður tekið þátt í þeim vinnumarkaðsaðgerðum sem Vinnumálastofnun hefur sérstaklega ætlað þeim sem lengi hafi verið án vinnu, svo sem starfsþjálfun, reynsluráðningu eða þátttöku í átaksverkefninu Vinnandi vegur. Niðurstöður voru ætíð svipaðar fyrir karla og konur.

Birtist í: 
  • Vorráðstefna Viðskiptafræðistofnunar Háskóla Íslands 14. mars 2014
ISSN: 
  • 1670-8288
ISBN: 
  • 978-9979-9933-4-6
Samþykkt: 
  • 29.2.2016
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/23829


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
17.Lydsstyrkur.pdf368.51 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna