is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn í Reykjavík > Samfélagssvið / School of Social Sciences > BSc Viðskiptadeild (og BSc sálfræði -2019) / Department of Business Administration >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/23853

Titill: 
  • Stafræn markaðssetning hjá íslenskum ferðaþjónustufyrirtækjum
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Markmið rannsóknarinnar er að varpa ljósi á þær breytingar sem eru að eiga sér stað í stafrænni markaðssetning á Íslandi í dag ásamt því að rannsaka hvernig ferðaþjónustufyrirtækja Íslandi standa að stafrænni markaðssetningu. Stafræn markaðssetning (e. digital marketing) felur í sér notkun stafrænna markaðssetningartóla líkt og internets, tölvupósts, snjallsíma og samfélagsmiðla til þess að stofna til nýrra viðskiptasambanda eða veita betri þjónustu til núverandi viðskiptavina. Stafræn markaðssetning fer ört vaxandi með aukinni tækninotkun en undanfarin ár hefur mikil aukning orðið í notkun snjallsíma og internets hér á landi.
    Rannsókn þessari er ætlað að varpa ljósi á það hvernig ferðaþjónustufyrirtæki standa að markaðssetningu í gegnum stafræna miðla ásamt því að svara rannsóknarspurningum verkefnisins. Tvær rannsóknarspurningar og tilgátur voru lagðar fram en til þess að svara þeim gerði höfundur tvennskonar rannsókn, rannsókn með vefkönnun og rannsókn með viðtölum við starfsmenn innan atvinnugreinarinnar.
    Höfundur tók viðtal við þrjá starfsmenn ferðaþjónustufyrirtækja á Íslandi til þess að fá sýn þeirra á þeim breytingum sem hafa orðið í umhverfi markaðssetningar á síðustu árum. Tekið var viðtal við forstöðumann vef- og markaðssvið hjá framsækinni ferðaskrifstofu, starfsmann í markaðsdeild hjá hóteli ásamt því að ræða við markaðsstjóra hjá afþreyingarfyrirtæki í ferðaþjónustu. Niðurstöður rannsóknarinnar sýna það að mikill meirihluti ferðaþjónustufyrirtæki á Íslandi notast við stafræna markaðssetningu. Ljóst er að mikið er um ung og óreynd fyrirtæki í ferðaþjónustu en samkvæmt niðurstöðum rannsóknarinnar er stafræn markaðssetning í takt við það. Áherslur eru óskýrar og stefnumótun oft óvönduð þar sem meirihluti ferðaþjónustufyrirtækja á Íslandi mæla ekki árangur markaðssetningarinnar.

Samþykkt: 
  • 1.3.2016
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/23853


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Oddur_Olafs-Stafraen_markadssetning.pdf1.05 MBLokaður til...24.12.2030HeildartextiPDF