is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn í Reykjavík > Samfélagssvið / School of Social Sciences > BSc Viðskiptadeild (og BSc sálfræði -2019) / Department of Business Administration >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/23855

Titill: 
  • Hefur upprunaland kjúklings áhrif á vörumerkjavirði neytenda?
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Settar hafa verið fram margar kenningar og gerðar rannsóknir sem snúa að vörumerkjavirði vara eða þjónustu á tímum sem þessum. Aukið úrval vöru og þjónustu á neytendamarkaði er líklega ástæðan fyrir því. Kjúklingaframleiðsla á Íslandi er umrædd í samfélaginu í dag. Birtar hafa verið greinar þar sem gagnrýnd er meðferð á dýrum og fullyrt að framleiðslan sé ekki lengur búskapur heldur verksmiðjuframleiðsla sem varla sé lengur hægt að kalla íslenska. Mikið var rætt á sínum tíma um að flytja inn kjötvörur til landsins. Meginþorri Íslendinga virðist vilja styðja við íslenskan landbúnað.
    Markmið þessarar rannsóknar er að skoða vörumerkjavirði Rose Poultry, sem er danskur kjúklingur sem hefur verið fluttur til Íslands af fyrirtækinu Innnes. Einnig er markmiðið að kanna það hvort upprunaland kjúklings hafi áhrif á virði neytenda gagnvart vörumerkinu.
    Leitast var við að svara spurningunni: Hefur upprunaland kjúklings áhrif á vörumerkjavirði neytenda?
    Notast var við megindlega rannsóknaraðferð í formi spurningakönnunar. Spurningakönnunin var send út á samfélagsmiðlinum facebook. Alls tóku 915 einstaklingar þátt í könnuninni og þar af svöruðu 728 öllum liðum hennar.
    Niðurstöður sýndu fram á að upprunaland vöru skiptir máli fyrir neytendur kjúklings á íslenskum markaði og að vörumerkjavirði Rose Poultry hefur aukist frá árinu 2012, þó enn sé töluvert í land að varan sé vel þekkt á íslenskum markaði.
    Það hefur talsverð áhrif á núverandi og verðandi viðskiptavini hvert virði vörumerkis er og því er ímynd lykilþáttur í uppbyggingu vörumerkjavirðis. Fyrirtæki þurfa að þekkja þarfir neytenda, langanir og reyna að lesa í huga þeirra.
    Á þeim stutta tíma sem vörumerkið hefur verið á markaði hefur sölustöðum fjölgað og samkeppni aukist. Unnið er út frá aðferðafræði stefnumiðaðrar vörumerkjastjórnunar og CBBE líkaninu (e. customer-based brand equity model).

Samþykkt: 
  • 1.3.2016
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/23855


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
2015-12-17-Jóna-Kristín F.pdf1.55 MBLokaður til...01.12.2025HeildartextiPDF