is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/23858

Titill: 
  • Brotthvarf nemenda úr framhaldsskólum : stefna og úrræði
  • Titill er á ensku Student Dropout from Upper-Secondary Schools in Iceland : Policy and Resources
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Ritgerðin fjallar um brotthvarf nemenda úr framhaldsskólum. Árið 2012 birti OECD skýrslu um samanburð á brotthvarfi í aðildarríkjum sínum. Meðal 25–34 ára einstaklinga er það að meðaltali 20% en á Íslandi um 30%. Markmið hins opinbera er að brotthvarf verði komið niður í 10% árið 2020.
    Rannsóknarspurningin er: Hver er stefna íslenskra framhaldsskóla gegn brotthvarfi og hvaða úrræði eru til staðar?
    Ákveðið var að styðjast við tvíþætta rannsókn. Vefsíðugreining var gerð fyrst þar sem leitað var að gögnum sem fjölluðu um brotthvarf. Þegar því var lokið tóku við hálfstöðluð viðtöl við fimm náms- og starfsráðgjafa til að fá frekari upplýsingar um viðfangsefnið sem byggðust á hugmyndum og reynslu þeirra um brotthvarf.
    Þegar dregnar eru saman meginniðurstöður þessarar rannsóknar út frá rannsóknarspurningu er ljóst að talsvert er gert til að reyna að draga úr brotthvarfi þó að umfjöllun um brotthvarf sé ekki sýnileg í stefnum skólanna. Þá komu fram ýmiss úrræði á vefsíðunum og í viðtölunum. Stuttar námsbrautir eru til dæmis mikilvægar og fylgst er með mætingu nemenda. Þá skipta störf umsjónarkennara og náms- og starfsráðgjafa miklu máli. Nú er skimað fyrir áhrifaþáttum brotthvarfs í öllum framhaldsskólum. Sums staðar eru allir nýnemar kallaðir í viðtal í upphafi náms til að mynda tengsl en annars staðar eftir skimun. Þannig er gripið snemma inn í skólagöngu nemenda í brotthvarfshættu.
    Þó að ýmislegt sé gert er starfsumhverfi náms- og starfsráðgjafa samt ófullnægjandi. Álagið er mikið sem veldur því að það er ekki nægilegur tími til að gera betur og fjármuni vantar. Efla þyrfti náms- og starfsráðgjöf og byggja upp miðstöð náms- og starfsráðgjafar sem yrði búin sérfræði-þekkingu er varðar brotthvarf með áherslu á forvarnir. Jafnframt að ungt fólk hafi aðgang að ráðgjöf og upplýsingum um náms- og starfsmöguleika á sama staðnum.

  • Útdráttur er á ensku

    In 2012 OECD published a report on dropouts in its membership countries. Among people 25–34 years old dropout is 20% on average but in Iceland it is 30%. The Icelandic Government aims to reduce dropout to 10% by the year 2020.
    The research question in this study is: Which policy do Icelandic Upper-Secondary schools have on dropout and what resources are available?
    This study relies on two methods. First a website analysis was conducted by systematically analyzing data from the websites that discussed dropout. Secondly half-standardized interviews were conducted with five guidance counselors to get more information on the subject based on their ideas and experiences.
    When summarizing the main findings of this study in relation to the research question it is clear that there are many resources available in Icelandic Upper-Secondary schools. Their policy is obviously to reduce dropout even though it is not visible in their formal vision. Shorter programs are available and attendance is monitored. Teachers and guidance counselors meet students on a regular basis and in the beginning of their study sometimes all students are called in for an interview while others are called in after a screening for at-risk students for dropout, which allows the school to intervene early in the students education and reduce the risk of dropout.
    Yet the work environment for the guidance counselors is still in-adequate. Although resources are not scarce the workload is heavy and not enough time to do more. Funds are also limited. There is a need to strenghten guidance counceling and build up a center which would build up an expertise knowledge on dropout with a focus on preventive measures and a place for young people to have access to advice and information on their education and work at the same time.

Samþykkt: 
  • 1.3.2016
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/23858


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Lokaskjal.pdf584.19 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna