is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Landbúnaðarháskóli Íslands > Umhverfisdeild (2005-2016) > B.S. verkefni - Umhverfisdeild >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/23879

Titill: 
  • Hefur friðlýsing áhrif á nærsamfélagið? Viðhorf heimamanna til Þjóðgarðsins Snæfellsjökuls.
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Náttúruvernd er ein tegund af landnýtingu og nauðsynlegt er að hafa alla hagsmunaaðila með í ráðum um alla landnýtingu. Mikilvægt er að stefnumörkun stjórnvalda um landnotkun sé skýr og að gerðar séu verndaráætlanir fyrir friðlýst svæði. Snæfellingar eru framarlega í umhverfismálum og samvinnuverkefnum eins og stofnun Svæðisgarðsins Snæfellsnes ber vott um.
    Tilgangur þessa verkefnis er að afla upplýsinga um viðhorf íbúa í fimm sveitarfélögum á Snæfellsnesi til Þjóðgarðsins Snæfellsjökuls. Könnun var sett upp á netkönnunarformi og notaðar voru lokaðar spurningar, þar sem allir svarkostir voru fyrirfram gefnir.
    Heimamenn voru spurðir um hvort þeir telji þjóðgarðinn skipta máli fyrir samfélagið. Einnig var kannað hvort þeir hefðu fylgst með undirbúningsvinnu við stofnun þjóðgarðsins og gerð verndaráætlunarinnar.
    Helstu niðurstöður voru þær að um helmingur svarenda telja þjóðgarðinn mikilvægan fyrir atvinnulífið en meirihluti svarenda telja að hann hafi ekki áhrif á starf sitt og tekjur eða flutning fólks á svæðið. Í ljós kom að meirihluti þátttakenda fylgdist lítið með vinnuferlinu við stofnun þjóðgarðsins. Minnihluti svarenda höfðu kynnt sér verndaráætlunina fyrir þjóðgarðinn og fáir fylgdust með gerð hennar. Viðhorfin voru greind niður eftir búsetu nær og fjær þjóðgarðinum og búsetu á sunnanverðu og norðanverðu nesinu. Niðurstöður sýna að viðhorfin voru harla lík.
    Mikilvægt er að standa vel að kynningu meðal heimamanna um stækkun þjóðgarðsins því þriðjungur svarenda er ósammála stækkun hans. Aukið kynningarstarf og efling samráðs er tækifæri fyrir þjóðgarðsyfirvöld til að auka jákvæðni í garð þjóðgarðsins. Þekkingu á tilgangi friðlýsinga þarf að auka með markvissu fræðslustarfi.

Samþykkt: 
  • 16.3.2016
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/23879


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
BS_Jónína.pdf2.17 MBOpinnPDFSkoða/Opna