is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/23894

Titill: 
  • Hver eru viðhorf tuttugu ungmenna til tækni og vísinda við lok grunnskóla?
Námsstig: 
  • Bakkalár
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
  • Hvað eru ungmenni við lok 10. bekkjar að hugsa um tækni og vísindi? Hver eru viðhorf þeirra? Eru þeir að fylgjast með framförum í tækni og vísindum? Hvaðan ná þeir sér í þekkingu? Er þekking þeirra bundin við það sem kennt er í skólanum? Eru þeir að fylgjast með miðlum? Hvaða áhrif hafa framfarir í tækni og vísindum á líf þeirra? Hvernig sjá þeir framtíðina fyrir sér? Hvaða augum líta þeir á umhverfismál? Hvernig meta þeir mikilvægi tækni og vísinda? Lítil rannsókn var gerð meðal 20 nemenda í gunnskóla í litlu bæjafélagi. Ungmennin voru fengin til þess að svara tveimur lokuðum spurningalistum og nokkur þeirra tekin í viðtöl til þess að skyggnast inn í hugarheim nemenda í 10. bekk við loka grunnskóla. Umfang rannsóknarinnar er ekki það stórt að hægt sé að alhæfa um almennt viðhorf ungs fólks á þessum aldri en aftur á móti má fá hugmynd um hvað það hefur um tækni og vísinda að segja, hvernig það hugsa um tækniframfarir og framfarir í vísindarannsóknum og hvort það sé yfirhöfuð nokkuð að pæla í þessu?
    Almennt viðhorf þessa nemendahóps var jákvætt til tækni og vísinda. Þeim fannst líf sitt mikið háð framförum í tæknivísindum eins og snjallsímarnir og internetið eru dæmi um. Þeir virtust um margt fróðir um ýmsar rannsóknir sem bæði hafa verið gerðar og verið er að vinna að og höfðu einstaka sýn á það hvernig þessar framfarir myndu breyta heimsmynd okkar. Þeim fannst vísindin ekki alltaf hafa verið góð og töldu tækni og vísindi vera stærsta orsakavaldinn í umhverfisvandamálum. Þeir litu þó björtum augum til framtíðar í umhverfismálum, töldu að í vísindum væri bæði verið að vinna að því að bæta umhverfismálin og jafnvel búið að finna margar lausnir sem enn ætti eftir framkvæma. Þar fannst þeim peningar hafa mikil áhrif. Peningar voru einnig nefndir sem undirliggjandi hvöt til vísindarannsókna og nemendur töldu vísindamenn og aðra ráðamenn stjórnast af græðgi. Nám í náttúruvísindum í grunnskóla fannst þeim mikilvægt því grunnskólinn ætti að bjóða upp á fjölbreytni í námsgreinum svo nemendur hefðu tækifæri á kynnast mörgu og geta þannig valið sér framhaldsnám byggt á þeirra eigin ákvörðun og áhugasviði.
    Ritgerðin er einnig aðferðafræðilegs eðlis þar sem læra má af reynslu rannsakanda við að taka viðtöl við unglinga, taka upp myndskeið og svo er rannsóknarferlið rakið. Fjallað er um hvernig rannsókn er gerð, hvaða mistök urðu og hvaða lærdóm má draga af þeim. Það er von mín að hér megi fá hugmyndir um hvernig ungt fólk hugsar um tækni og vísindi og að þessi umfjöllun veiti innsýn í upplifun rannsóknaraðila af aðferðafræði rannsókna.

Samþykkt: 
  • 29.3.2016
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/23894


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Lokaritgerð endanlegt.pdf834.65 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna