is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/23978

Titill: 
  • Afmörkun hlutverks og hlutverkaárekstrar í starfi að mati náms- og starfsráðgjafa
  • Titill er á ensku Role Ambiguity and Role Conflict in the Workplace According to Guidance and Career Counselors
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Markmið rannsóknarinnar var að kanna hvort munur kæmi fram á hversu skýrt afmarkað náms- og starfsráðgjafar töldu starf sitt vera og hvort þeir töldu að hlutverkaárekstrar ættu sér stað í starfi eftir starfsaldri þeirra, starfsvettvangi, tilvist starfslýsingar og fjölda ráðþega á hvert stöðugildi á ári. Annað markmið rannsóknarinnar var að kanna hvort afmörkun hlutverks og hlutverkaárekstrar spáðu fyrir um starfsánægju og vinnuálag. Rafrænn spurningalisti var sendur í febrúar 2015 á félagsmenn í Félagi náms- og starfsráðgjafa og var svarhlutfallið 58%. Rannsóknin byggði á svörum 120 starfandi náms- og starfsráðgjafa og við úrvinnslu þeirra var notast við lýsandi tölfræði, einhliða dreifigreiningu, fylgni og fjölbreytuaðhvarfsgreiningu. Helstu niðurstöður bentu til þess að náms- og starfsráðgjafar sem höfðu skriflega starfslýsingu næðu að afmarka hlutverk sitt betur en þeir sem höfðu ekki starfslýsingu. Þeir sem voru í samstarfi við færri en 450 ráðþega á ári náðu að afmarka hlutverk sitt betur heldur en þeir sem störfuðu með 450 ráðþegum eða fleiri. Niðurstöður sýndu að því betur sem náms- og starfsráðgjafar náðu að afmarka hlutverk sitt því ánægðari voru þeir í starfi. Að lokum sýndu niðurstöður að því oftar sem þeir upplifðu hlutverkaárekstra í starfi því meira vinnuálag upplifðu þeir.

  • Útdráttur er á ensku

    The objective of this study was to examine if there was a difference between perceived role ambiguity and role conflict of guidance and career counselors based on the field of work, existence of a job description, counselor-counselee ratio, and period of practice. The objective was also to explore if perceived role ambiguity and role conflict predicted job satisfaction and workload. An electronic questionnaire was sent in February 2015 to all members of the Guidance and Career Counselor Association resulting in a 58% completion rate. The study was based on responses from 120 practicing guidance and career counselors and was analysed by applying descriptive statistics, one-way ANOVA, correlation and multivariate regression analysis. The main results indicated that guidance and career counselors who had a written job description perceived less role ambiguity than those who did not have a job description. Guidance and career counselors with counselor-counselee ratio less than 1:450 per year perceived less role ambiguity than those with counselor-counselee ratio 1:450 or more. The results indicated that the less role ambiguity they recognized the more job satisfaction they encountered. Finally, the results revealed that the more role conflict guidance and career counselors sensed the more work overload they experienced.

Samþykkt: 
  • 18.4.2016
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/23978


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Afmorkun_hlutverks_og_hlutverkaarekstrar_i_starfi_ad_mati_nams-_og_starfsradgjafa_rafraent.pdf1.08 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
Yfirlýsing_Sigrún.pdf320.67 kBLokaðurYfirlýsingPDF