is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/24006

Titill: 
  • Aðgreining rafmagnssölufyrirtækja: Mikilvægi þjónustu- og ímyndartengdra þátta
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Í kjölfar afnáms á einkasölu á rafmagni hefur skapast aukin samkeppni á raforkumarkaði. Með aukinni samkeppni verður sífellt mikilvægara að fyrirtæki þekki þá þætti sem geta stuðlað að samkeppnisforskoti á markaði. Rannsóknir hafa sýnt fram á að hægt er að nota óáþreifanlega eiginleika líkt og þjónustu- og ímyndartengda þætti til þess að markaðssetja hrávörur, en lítið hefur verið um rannsóknir tengdar rafmagnssölu.
    Markmið þessarar ritgerðar var að athuga hvaða þjónustu- og ímyndartengdu þættir neytendur telja vera þá mikilvægustu við val á rafmagnssölufyrirtæki. Í ritgerðinni er annars vegar leitast við að svara því hvort að munur sé á svörun þátttakenda á mikilvægi þriggja þátta, virknigæða, tæknigæða og ímyndar og hins vegar hvort að munur sé á svörun þátttakenda eftir kyni, tekjum og menntun þátttakenda. Notast var við megindlega rannsóknaraðferð þar sem spurningalisti var lagður fyrir slembiúrtak sem samanstóð af viðskiptavinum ótilgreinds rafmagnssölufyrirtækis á Íslandi. Spurningalistinn var sendur út í gegnum tölvupóstfang fyrirtækisins. Mælitæki rannsóknarinnar var frumsamið af rannsakanda þar sem ekki er til neinn staðlaður spurningalisti til þess að mæla eftirfarandi rannsóknarefni.
    Niðurstöður rannsóknarinnar bentu til þess að öll þjónustu- og ímyndartengdu atriðin væru mjög mikilvæg fyrir neytendur við val á rafmagnssölufyrirtæki. Lítilsháttar munur var á svörun þátttakenda eftir þáttunum þremur, virknigæðum, tæknigæðum og ímynd, en virknigæði töldu neytendur skipta mestu máli. Niðurstöður sýndu einnig að munur væri á svörun þátttakenda eftir kyni, tekjum og menntun.
    Hagnýtt gildi rannsóknarinnar er fólgið í því að rafmagnssölufyrirtæki eiga möguleika á að nýta niðurstöður rannsóknarinnar við markaðssetningu á rafmagni. Skýr viðmið og þekking um upplifun neytenda getur hjálpað fyrirtækjum að aðgreina sig frá samkeppnisaðilum. Fræðilegt gildi rannsóknarinnar liggur í aukinni vitneskju um hagnýtingu þjónustu- og ímyndartengdra þátta í raforkusölu.

Samþykkt: 
  • 26.4.2016
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/24006


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Valgerður Ragnarsdóttir - Meistaraprófsritgerð.pdf927.21 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna