EnglishisÍslenska

Member institutions

Search in


ThesisUniversity of Iceland>Heilbrigðisvísindasvið>B.S. verkefni>

Please use this identifier to cite or link to this item: http://hdl.handle.net/1946/2406

Title
is

Áhrif efnishyggju á efnislegar staðalmyndir hjá unglingum

Abstract
is

Í þessari rannsókn var annars vegar skoðað hvort efnislegar staðalmyndir komi fram hjá unglingum og hins vegar skoðað hvort efnislegar staðalmyndir unglinga séu háðar efnishyggju. 108 íslenskir gagnfræðiskólanemendur horfðu á eitt af fjórum myndbönum sem sýndu sama mann eða sömu konu í aðstæðum annaðhvort fátækum eða ríkum af efnislegum gæðum. Að því loknu mátu þau manneskjuna útfrá lista með 19 persónueinkennum. Þátttakendur svöruðu einnig efnishyggjukvarða fyrir unglinga. Hann var lagður fyrir í vikunni á undan og látið svo út líta að engin tengsl væru þarna á milli. Niðurstöður sýna að efnislegar staðalmyndir eru komnar fram strax á unglings árum. Manneskjan sem var rík af efnislegum gæðum var metin hafa meiri persónulega getu (duglegri, skipulagðari og gáfaðari) og fágun (opnari og á fleiri vini) en sú fátæka. Manneskjan sem var fátækari af efnislegum gæðum var aftur á móti metinn hugulsamari (heiðarlegri, vingjarnlegri og meira umhugað um aðra) en sú ríka. Þetta er í samræmi við fyrri niðurstöður erlendra rannsókna þar sem þátttakendur voru fullorðnir. Áhrif aðstæðna sögupersónunnar á mat þátttakenda reyndist ekki háð efnishyggju eins spáð var fyrir um. Þessar niðurstöður eru teknar fyrir í umræðunni og því velt upp hvort efnislegar staðalmyndir séu einfaldlega það sterkar í okkur að okkar eigin skoðun á efni hefur ekki áhrif á þær.

Accepted
04/05/2009


Artifacts
Name[Sortable]Size[Sortable]Visibility[Sortable]Description[Sortable]Format
AndriBA_fixed.pdf497KBOpen Complete Text PDF View/Open