is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Heilbrigðisvísindasvið > B.S. verkefni - Heilbrigðisvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/24118

Titill: 
  • Tengsl kyns og sjálfstjórnunar: Eru unglingsstúlkur og drengir með jafn mikla sjálfstjórnun?
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Meðvituð sjálfstjórnun hefur verið skilgreind sem markmiðsmiðuð hegðun sem hægt er að skipta niður í þrjú ferli: val, hámörkun og uppbót. Val snýr að því að velja markmið. Hámörkun er val á aðferðum sem notaðar eru til að ná settum markmiðum. Uppbót vísar til þeirra leiða sem notaðar eru til að sporna gegn tapi og/eða hindrunum á aðferðum til að ná markmiðum (Freund og Baltes, 2002). Rannsóknir hafa í gegnum tíðina sýnt fram á mikilvægi meðvitaðrar sjálfstjórnunar unglinga þegar kemur að ýmsum þáttum t.d. velgengni í námi. Sumar erlendar rannsóknir sem hafa kannað kynjamun á sjálfstjórnun hjá unglingum hafa greint frá mun en aðrar ekki. En þegar kynjamunur hefur fundist hefur hann iðulega verið stúlkum í hag. Á Íslandi hefur kynjamunur á sjálfstjórnun verið rannsakaður hjá börnum þar sem stúlkur voru að meðaltali metnar með hærri meðvitaða sjálfstjórnun en drengir (Gestsdottir, von Suchodoletz, Wanless, Hubert, Guimard, Birgisdottir o.fl., 2014). Stúlkur standa drengjum einnig framar námslega á unglingsárunum á Íslandi. Þennan mun á kynjunum í skólagöngu er mögulega hægt að rekja til munar á meðvitaðri sjálfstjórnun. Markmið þessarar rannsóknar var að kanna hvort munur væri á meðvitaðri sjálfstjórnun stúlkna og drengja á unglingsaldri. Þátttakendur voru unglingar í 9. og 10. bekk á höfuðborgarsvæðinu og Reykjanesi. Meðvituð sjálfstjórnun var mæld með SOC spurningalista í fjórum endurteknum fyrirlögnum yfir tveggja ára tímabil. Stúlkur reyndust vera með aðeins meiri sjálfstjórnun en drengir. Þrátt fyrir að munurinn á sjálfstjórnun milli kynjanna reyndist ekki vera mikill gæti hann spilað einhvern þátt í lakari stöðu drengja í íslensku menntakerfi.

Samþykkt: 
  • 3.5.2016
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/24118


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Sólveig Indíana Guðmundsdóttir.pdf240.5 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna