is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/24135

Titill: 
  • Tengsl efnahagshruns og sjálfsvíga. Áhrif atvinnuleysis á tíðni sjálfsvíga með tilliti til kyns og aldurs
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Mikið hefur verið ritað um sjálfsvíg og orsakir þeirra, allt frá rannsóknum Durkheims undir lok 19.aldarinnar. Samdóma álit fræðimanna er á þá leið að sjálfsvíg er flókið fyrirbæri sem ræðst af víxlverkun margra ólíkra þátta. Í þessari ritgerð verður sjónum hins vegar beint að þætti efnahagslegra skýringa og áhrifum þeirra á tíðni sjálfsvíga. Farið verður í hugtök og reifaðar verða kenningar nokkurra fræðimanna sem hafa gert sig gildandi í kenningum og rannsóknum á sjálfsvígum. Skoðaðar verða kenningar um samband sjálfsvíga við efnahagssveiflur í samfélaginu. Efnið verður síðan þrengt að þeim kenningum og rannsóknum sem snúa að því hvernig efnahagshrun í samfélögum hefur áhrif á tíðni sjálfsvíga. Horft verður til áhrifa atvinnuleysis á tíðni sjálfsvíga. Leitað verður svara við því hvernig efnahagshrun í formi atvinnuleysis hefur áhrif á tíðni sjálfsvíga með tilliti til kyns og aldurs. Svo virðist sem atvinnuleysi hafi mun meiri áhrif á sjálfsvígstíðni karlmanna en kvenmanna. Munurinn á milli aldurshópa er ekki eins afgerandi. Áhrifa alþjóðakreppunnar árið 2008 verða einnig gerð skil og litið verður til bankahrunsins á Íslandi. Þróun sjálfsvígstíðni á Íslandi undanfarna áratugi verður einnig skoðuð í samhengi og reynt verður að svara því hvernig hrunið 2008 hafði áhrif á sjálfsvígstíðni kynja og mismunandi aldurshópa. Vísbendingar eru uppi um að aukning hafi orðið á sjálfsvígstíðni eldri aldurshópa á Íslandi síðustu árin. Fyrirliggjandi gögn frá Landlæknisembættinu, ásamt gögnum frá OECD (Efnahagssamvinnu- og þróunarstofnunni) verða lögð til grundvallar í þeim efnum.

Samþykkt: 
  • 4.5.2016
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/24135


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
BA ritgerð. Final..pdf583.4 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
ThorvaldurJohannesson.pdf316.74 kBOpinnYfirlýsingPDFSkoða/Opna