is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/24294

Titill: 
  • „Að fæðast til frelsisins.“ Tilurð hinnar róttæku sjálfsveru í Marinaleda
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Ritgerð þessi er afrakstur etnógrafískrar vettvangsrannsóknar sem gerð var í smábænum Marinaleda á Spáni. Í kjölfar dauða einræðisherrans Franco réðust íbúar í andóf til þess að krefjast viðurkenningar í hinum félagslega veruleika. Uppfrá því hefur baráttan sem orðræða verið miðlæg í bænum. Markmið rannsóknarinnar var að skoða tengsl valds, andófs og sjálfsverulegra ferla og rakin var tilurð hinnar hinnar róttæku sjálfsveru í Marinaleda. Spurt var hvernig íbúar gátu endurskapað sig og komið á nýjum forsendum inn í aðstæður sem vanrækja, þagga og jaðarsetja. Róttækur atbeini er túlkaður sem gagn-orðræða gegn áherslum yfirvalda á nútímavæðingu og nýfrjálshyggju en sú þróun gengisfelldi líf bændanna. Fjallað er um orðræðu íbúanna í tengslum við kenningar um sjálfumleika, sjálfsveru, virði og minningar. Helstu niðurstöður rannsóknarinnar eru á þá leið að það séu síður en svo bein tengsl milli jaðarsetningar og fátæktar annars vegar og andófs hins vegar. Til að svo megi verða þarf til margbrotið ferli þar sem sjálfsveran, merkingarheimurinn og hin félagslega formgerð er í sífelldum gagnvirkum tengslum og umbreytist í gegnum orðræðu og iðkun. Það er aðeins þegar sköpun nýs sjálfumleika, hið orðræðubundna minni, uppreisnargjörn reynsla og stjórnmálavæddar tilfinningar koma saman sem hin róttæka sjálfsvera raungerist.

  • This essay presents the findings of an ethnographic research that was conducted in Marinaleda, Spain. Following the death of dictator Franco the inhabitants initiated a fierce resistance, demanding voice and recognition in the new social reality that was in the making. The aim of this research was to explore the connection between power, resistance and subjective processes. The conception of the radical subjectivity in Marinaleda was retraced and an inquiry was made into how the subjects were able to recreate themselves and reenter a hostile social reality on entirely new terms. The radical agency was interpreted as counter-discourse to the prevailing ideology of modernization and neo-liberalism which had devalued the inhabitants' life and lifestyle. The discourse of Marinaleños is discussed in reference to theories on identity, subjectivity, value and memory. The main findings of the research suggest that there is no straight line between marginalization and resistance. A complicated process is needed where subjectivity is reinvented; the symbolic is redefined, and the social structure is transformed through discoursive practices. It is only when the creation of new identity, politicization of emotions, new discoursive memory and rebellious experience is combined that the radical subjectivity is actualized.

Samþykkt: 
  • 6.5.2016
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/24294


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
M.A. Ritgerð - skemman - UEG.pdf5.03 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna