is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Hugvísindasvið > B.A. verkefni - Hugvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/24327

Titill: 
  • Heimspeki handan tungumálsins. Að segja hið ósegjanlega – mótsögn í merkingarfræði og mögulegar lausnir
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Heimspeki snýst um leit mannsins að merkingu, en veruleikinn sem við hrærumst í er hins vegar í eðli sínu handan allra endanlegra skýringa. Þessi ritgerð er tilraun til að gera grein fyrir okkar merkingarleit og því meginverkfæri sem við beitum í þeirri leit, nefnilega tungumálinu. Hér hyggst ég skoða hvort, og þá hvernig, við getum helst stigið út fyrir tungumálið, losað um viðjur þess og gert grein fyrir hinu ósegjanlega. Það er mitt viðfangsefni á þessum síðum að skoða eðli tungumálsins, takmörk þess og hvernig það afmarkar veruleika okkar með því að skipta honum upp í annars vegar okkar huglæga innri veruleika, og hins vegar þann hlutlæga ytri veruleika sem við skynjum og setjum í orð. Út frá náttúru formlegra merkingarkerfa í rökfræðilegum skilningi Kört Gödels, og með hliðsjón af skrifum Douglas Hofstadter um þýðingu þeirrar náttúru í samhengi mannlegrar hugsunar, skoða ég hugmyndir heimspekinganna Martin Heideggers, Maurice Merleau-Ponty og Eugine Gendlin um tungumál, skynjun og tjáningu þess ósegjanlega til að draga fram þau gagnkvæmu tengsl sem liggja milli upplifunar veruleikans og merkingarfræði tungumálsins. Það að nákvæm þýðing veruleikans sé ómöguleg þarf ekki að vera neikvæður hlutur. Þvert á móti felst í viðurkenningu þess möguleiki á frjálsari tjáningu heimspekinnar handan tvíhyggju vitundar og skynjunar. Það er tjáning ljóðsins á hinu ósegjanlega, tjáning sem skapað getur merkingu þar sem allt annað mál strandar. Það er í slíkri frjálsri og náttúrulegri tjáningu hugsunarinnar sem ég vil sýna fram á að forsendur heimspekinnar sem hagnýtrar greinar séu fólgnar.

Samþykkt: 
  • 9.5.2016
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/24327


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
heimspeki-handan-tungumálsins.pdf297.38 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
Yfirlýsing_ÆgirÞór.pdf376.26 kBLokaðurYfirlýsingPDF