is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/2433

Titill: 
  • Stjórnskipuleg lögmætisregla
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Í ritgerðinni, sem ber heitið Stjórnskipuleg lögmætisregla, er leitast við að greina þann mælikvarða sem lögmætisreglan sjálf gefur eða vísar til og afmarka efnislegt inntak og gildissvið hennar. Í ritgerðinni er aðferðafræði lögmætisreglunnar lýst með normatífum hætti. Nánar tiltekið er átt við hvenær þarf lagaheimild, í hvaða tilfellum eru gerðar strangari kröfur til skýrleika lagaheimilda, hvað felst í þeim kröfum og hvernig er komist að niðurstöðu um hvort lagaheimild sé nægjanlega skýr. Takmörkunum á framsali á valdi löggjafans til framkvæmdarvaldsins sem leiða af lögmætisreglunni er einnig lýst.
    Í ritgerðinni er rökstutt að nauðsynlegt sé að skilgreina lögmætisregluna með bæði jákvæðum og neikvæðum hætti miðað við framsetningu þeirra. Jákvæð skilgreining á lögmætisreglunni, sem hefur að geyma mælikvarða hennar, er svohljóðandi: Stjórnvaldsathafnir sem eru mikilvægar og/eða þýðingarmiklar fyrir borgarann, almenning eða samfélagið þurfa viðhlítandi lagaheimild. Það hversu mikilvægar og/eða þýðingarmiklar stjórnvaldsathafnir eru hefur áhrif á kröfur samkvæmt lögmætisreglunni. Neikvæð skilgreining á lögmætisreglunni er svohljóðandi: Stjórnvaldsathöfn þarf lagahemild ef annar viðhlítandi réttargrundvöllur er ekki til staðar.
    Þá er því er lýst að meginþættir í aðferðafræði lögmætisreglunnar séu þrír. Í fyrsta lagi þarf stjórnvaldsathöfn lagaheimild ef annar réttargrundvöllur er ekki til staðar. Í öðru lagi þarf stjórnvaldsathöfn lagaheimild ef annar réttargrundvöllur sem er til staðar telst ekki viðhlítandi. Í þriðja lagi þarf lagaheimild sem er til staðar að vera viðhlítandi. Í ritgerðinni eru þessum meginþáttum lýst nánar og þá hvenær annar réttargrundvöllur en lög telst viðhlítandi og hvenær lagaheimild sem er til staðar telst vera viðhlítandi.

Samþykkt: 
  • 5.5.2009
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/2433


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
stjórnskipuleg lögmætisregla_fixed[1].pdf870.34 kBLokaðurHeildartextiPDF
stjórnskipuleg lögmætisregla_forsíða_fixed[1].pdf46.6 kBLokaðurForsíðaPDF