is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Hugvísindasvið > B.A. verkefni - Hugvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/24361

Titill: 
  • Notkun á dýrum í listsköpun: Dýr sem list og list sem dýr. Listamaðurinn Heimir Björgúlfsson
Námsstig: 
  • Bakkalár
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
  • Dýr hafa verið hluti af listsköpun mannsins allt frá fyrstu hellaristum. Í ritgerðinni er notkun á dýrum í myndlist í gegnum tíðina skoðuð allt til dagsins í dag. Listamaðurinn Heimir Björgúlfsson er einn margra listamanna sem notar dýr í sinni listsköpun. Heimir er íslenskur myndlistarmaður búsettur í Los Angeles. Fjallað er um Heimi og hans verk í ritgerðinni, einnig eru siðferðislegu mörkin á notkun á dýrum í myndlist tekin fyrir og eru fræðimennirnir Giovanni Aloi og Steve Baker hafðir að leiðarljósi í þeim efnum. Í þessari ritgerð verður spurningunni „Hvers vegna notar listamaðurinn dýr á þann hátt sem hann gerir í sinni listsköpun?“ varpað fram. Til þess að svara þessari spurningu eru nokkur vel valin verk eftir Heimi sett í samhengi við hugmyndafræðilega list, skúlptúr og pósthúmanisma. Listamennirnir Joan Miró og Robert Smithson eru skoðaðir í tengslum við listsköpun Heimis. Einnig er stuðst við tölvupóstsamskipti við listamanninn sjálfan þar sem lítið er um fræðileg skrif á hans myndlist.
    Niðurstaða ritgerðarinnar er sú að dýrin í listsköpun Heimis eru samlíking við manneskjuna, þau eru það mannlega innan verkanna og sýna fram á þær ómögulegu aðstæður sem maðurinn skapar sér sjálfur gagnvart umhverfi sínu og náttúrunni. Með verkum sínum tekst honum að fá áhorfandann til þess að spyrja spurninga um samband sitt við umhverfið, dýrin og náttúruna. Það er í höndum áhorfandans að túlka verkin og taka afstöðu.

Samþykkt: 
  • 9.5.2016
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/24361


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Notkun á dýrum í listsköpun; Dýr sem list og list sem dýr.pdf9.38 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
Yfirlýsing_SvanaBjörg.pdf306.01 kBLokaðurYfirlýsingPDF