is Íslenska en English

Grein

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > Rafræn tímarit >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/24363

Titill: 
  • Sérþekking og þróun í starfi : viðhorf reyndra þroskaþjálfa til nýrra áskorana
  • Titill er á ensku Professional knowledge and development : the view of experienced social educators towards new challenges
Útgáfa: 
  • Desember 2015
Útdráttur: 
  • Með hliðsjón af örum breytingum og nýjum kröfum í þjónustu við fatlað fólk síðustu ár er mikilvægt að fagstétt þroskaþjálfa sé meðvituð um eigin starfsþróun og þá merkingu sem hún hefur fyrir þá sjálfa sem framsækna fagmenn. Einn liður í því er að afla gagna og skoða fagstéttina í samhengi við samfélagslega þróun og nýjar áskoranir í starfi, samanber Samning Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks, hugmyndafræði mannréttinda um sjálfstætt líf og yfirfærslu á málefnum fatlaðs fólks frá ríki til sveitarfélaga.
    Greinin er byggð á niðurstöðum eigindlegrar rannsóknar þar sem meginmarkmiðið var að varpa ljósi á kjarnann í sérþekkingu þroskaþjálfa á breytingatímum, skoða hvaða faglegu tæki þeir eru að nýta í störfum sínum, svo og helstu áskoranir og sóknarfæri hvað starfsþróun varðar. Fjórði áfanginn í starfsþróunarkenningu Rønnestads og Skovholts (2013), fagreynslutímabilið (e. the experienced professional phase), var hafður til hliðsjónar í rannsókninni. Niðurstöður eru byggðar á viðtölum við níu þroskaþjálfa sem starfa á ýmsum vettvangi.
    Samkvæmt niðurstöðum má líta á kjarnann í sérþekkingu þroskaþjálfa út frá þremur þáttum; þekkingu á málefnum fatlaðs fólks, aðferðum sem þeir styðjast við í störfum sínum og nálgun þeirra í þjónustu sem einkennist af virðingu fyrir mannréttindum. Þroskaþjálfar styðjast við ólík fagleg tæki eftir því hvort þeir starfa á barna- og unglingasviði annars vegar eða fullorðinssviði hins vegar. Sýn þroska- þjálfa til framtíðar virðist mótast af nýjum áherslum í málefnum fatlaðs fólks auk þess sem þeir horfa til annarra hópa í samfélaginu þar sem sérþekking þeirra og hæfni gæti nýst vel. Mikilvægt er að þroskaþjálfar hafi tækifæri og vettvang til að efla starfsþróun í samræmi við nýjar áherslur á starfsvettvangi.

  • Útdráttur er á ensku

    In terms of the frequent changes and demands on the services for people with disabilities in the last years, it is important for social educators to be aware of their own professional development and the meaning it has to them as progressive professionals. One component of this awareness is to obtain data and view the profession in terms of social development and new challenges at work, that is to say, the UN declaration on the rights of disabled persons, the ideology of human rights to lead an independent life, and the transfer of the affairs of disabled persons from the state to the municipalities.
    This article is based on the results of a qualitative study where the main purpose was to provide insight into the essence of social educators’ expertise in times of change and examine what professional tools they are utilizing in their work, as well as to look into the profession’s main future opportunities and challenges. Rønnestad and Skovholt’s (2013) model of professional development is used as the basis for analysing the results, which is based on a longitudinal qualitative study on professionals who work as counselors or therapists, similar to social educators.
    The study was qualitative, utilizing open interviews with nine social educators who work in different work environments. A purposive and maximum variation sample was used and NVivo 10 software for qualitative analysis of data was used to analyze the data.
    According to the findings, the essence of social educators’ expertise can be viewed on the basis of three main factors: The essence of their expertise is based on their knowledge of the history and development of the affairs of disabled persons, the methods they use in practice and an approach characterized by respect for human rights. The professional tools social educators use differ, depending on whether they work with children and youth or adults. The social educators’ vision of the future is shaped by new emphases in social services for disabled people; in addition, they look to other groups in society where their expertise and qualifications could be used.
    Social educators have expertise important to society in servicing sensitive groups, i.e. disabled persons, children, youth and the elderly. In order to use and develop their professional development in a meaningful way, social educators must define the expertise and professional tools they possess and review how they can best meet the needs the society calls for.
    Social educators have had to consider different emphases in the affairs of the disabled people throughout time and be prepared to confront what the field calls for. Professional development should include the challenge to integrate and develop their expertise in accordance with the criteria of human rights approach in services as they appear in the UN declaration on the rights of disabled persons.

Birtist í: 
  • Netla
ISSN: 
  • 1670-0244
Athugasemdir: 
  • Sérrit 2015 - hlutverk og menntun þroskaþjálfa
Samþykkt: 
  • 9.5.2016
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/24363


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Berglind Bergsveinsdóttir, Vilborg Jóhannsdóttir - 2015 - Sérþekking og þróun í starf.pdf527.17 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna