is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/24433

Titill: 
  • Ákvörðun fjármálafyrirtækja um söluferli. Söluferli Frumherja hf.
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Ritgerðin fjallar um eigindlega rannsókn sem unnin var á tímabilinu frá janúarbyrjun 2016 fram á vorið 2016. Tilgangur rannsóknarinnar var að kanna hvernig ákvörðun er tekin um söluferli á vegum íslenskra fjármálafyrirtækja. Megintilgangurinn með rannsóknarvinnu rannsakanda er að draga saman upplýsingar um ákvörðunarferli fjármálafyrirtækis er varðar sölu á eignum með sérstakri áherslu á söluferli rekstrarfélaga. Rannsóknarspurningarnar eru tvær: Hvernig taka íslensk fjármálafyrirtæki ákvörðun um söluferli rekstrarfélaga og hvernig var staðið að söluferli Frumherja hf.
    Við fræðilega umfjöllun eru lagðir til grundvallar þættir sem tengjast opinberum reglum og reglum um íslensk fjármálafyrirtæki. Fjallað er almennt um íslensk fjármálafyrirtæki og þær breytingar sem hafa orðið á eignabreytingum viðskiptabanka í íslensku samfélagi á árunum eftir hrun (2008). Þá er vikið að kröfum um að bankar selji eignir, félög, í óskyldum rekstri. Farið yfir lykilatriði, hugtök, við góða söluvenju og fjallað um tæknileg atriði í mismunandi söluferlum, frágangsmál s.s. áreiðanleikakannanir og kröfur gagnvart kaupendum.
    Niðurstöður rannsóknarinnar eru flokkaðar eftir þeim svörum sem komu fram við spurningum sem viðmælendur svörðuðu. Á þann hátt voru dregin fram svör við rannsóknarspurningunum. Í upphafi er ætíð lýst og rökstutt afhverju hver og ein spurning er lögð fram. Í lok samantektar svaranna eru svör viðmælenda túlkuð sameiginlega.
    Meginniðurstöður rannsóknarinnar benda til að við sölu fjármálafyrirtækisins Íslandsbanka hf. á 80% hlut sínum í rekstrarfélaginu Frumherja hf. hafi verið lögð áhersla á jafnræði, gagnsæi, hlutlægni, hagkvæmni og samkeppni á milli kaupenda. Ákvörðun dótturfélags Íslandsbanka hf., Fergins ehf., um söluferlið byggði á ígrunduðu mati og ítarlegu mati á aðstæðum. Góður rekjanleiki er fyrir hendi hvernig sú ákvörðun var tekin og það er mat rannsakanda að á allan hátt hafi faglega verið staðið að söluferli Frumherja hf. Leikreglum góðrar viðskiptasiðferði hafi verið fylgt í hvívetna.

Samþykkt: 
  • 10.5.2016
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/24433


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Akvördunfjarmalafyrirtækjaumsoluferli_09052016_2100 (1).pdf1.09 MBLokaður til...12.05.2036HeildartextiPDF