is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/24442

Titill: 
  • Búseta aldraðra í heimahúsum. Sjálfræði, þátttaka og virkni á efri árum
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Þessi heimildarritgerð er lokaverkefni til BA- prófs í félagsráðgjöf við Háskóla Íslands. Meginmarkmið ritgerðarinnar er að skoða ákveðin þjónustuúrræði á vegum Reykjavíkurborgar sem gera öldruðum kleift að búa sem lengst í heimahúsum. Helstu spár benda til stöðugrar fjölgun aldraðra ár frá ári. Mikilvægt er að taka mið af þeim spám og að endurskoða reglulega þau úrræði sem standa öldruðum til boða. Tilgangur ritgerðarinnar er að svara rannsóknarspurningunni: Hvað felst í sjálfræði, hvaða þjónustuúrræði styðja við búsetu aldraðra í heimahúsum og hvernig ýta þau úrræði undir þátttöku, sjálfræði og virkni eldri borgara í samfélaginu? Þegar kemur að þessum tímamótum hjá fólki er mikilvægt að ný hlutverk taki við þeim gömlu og ef heilsa fólks er slæm þurfa að vera til fjölbreytt þjónustuúrræði sem koma til móts við ólíkar þarfir og óskir þess. Hér á landi er stefnan sú að hinn aldraði geti búið við sem eðlilegastar aðstæður heima hjá sér eins lengi og mögulegt er. Þurfa stuðningsúrræði því að styðja við sjálfstæði aldraðra og leggja áherslu á sjálfsákvörðunarrétt þeirra ásamt því að byggjast á aðstoð við athafnir daglegs lífs svo aldraðir geti viðhaldið virkni og lífsánægju. Jafnframt þarf þjónustan að taka mið af þörfum fjölskyldu hins aldraða. Hún er oft undir álagi vegna umönnunarhlutverks og er stuðningur við aðstandendur ekki síður mikilvægur en formlega þjónustan. Af niðurstöðum má draga þær ályktanir að ef vel er staðið að bæði formlegum og óformlegum stuðningi er eldra fólki gert kleift að búa lengur heima en ella. Það væri enn árangursríkara að bæta við þjónustuúrræðum og styrkja þau sem standa nú þegar til boða en það myndi annars vegar bæta þjónustuna og hins vegar ýta undir að aldraðir njóti sjálfræðis og sjálfstæðis sem lengst.

Samþykkt: 
  • 10.5.2016
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/24442


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
BA ritgerð-jhp2.pdf799.53 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
Yfirlýsing_JónaHulda.pdf307.33 kBLokaðurYfirlýsingPDF