is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Hugvísindasvið > B.A. verkefni - Hugvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/24459

Titill: 
  • Þung spor frumkvöðuls. Kvikmyndaferill Óskars Gíslasonar frá árunum 1944-1957 skoðaður.
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Í þessari ritgerð er kvikmyndaferill Óskars Gíslasonar skoðaður og greindur, meðal annars út frá hugmyndum um þjóðríkið. Efnisval og stíll myndanna er mjög fjölbreyttur þó flestar eigi þær það sameiginlegt að vera undir áhrifum þjóðernishyggju þar sem íslenskri menningu er haldið í heiðri eða henni gerð skil.
    Af starfsferli Óskars má glöggt sjá að hann taldi að varðveisla minninga skipti máli og að það væri dýrmætt að geta fest upplýsingar á filmu. Hugmyndastraumar þess tíma sem Óskar var að kvikmynda höfðu augljós áhrif á hann. Hann var barn sjálfstæðisbaráttunnar svo að þjóðríkið skipti hann máli. Jafnframt því var hann greinilega hugfanginn af miðlinum og þeim möguleikum sem hann hafði upp á að bjóða enda virðist trú hans á honum hafa verið óbilandi. Hann var fús til að hlusta á gagnrýni og svara henni með því að bæta sig í starfinu. Hvort sem um var að ræða hugmyndir sem fólk vildi sjá eða gagnrýni á tækni, þá lagði hann sig allan fram við að gera kvikmyndagerð að veruleika í íslensku menningarlífi.
    Óskar Gíslason hefur verið nefndur einn af frumkvöðlum íslenskrar
    kvikmyndagerðar og ber það nafn með rentu. Hann hafði þann óbilandi kraft sem brautryðjandi þarf að hafa og má segja að hann hafi átt virkan þátt í að móta sjálfsmynd bæði Íslendinga og einnig Reykvíkinga með framlagi sínu til íslenskrar kvikmyndagerðar.

Samþykkt: 
  • 10.5.2016
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/24459


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
ba taka 2.pdf456.05 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
Yfirlýsing_Guðríður.pdf327.28 kBLokaðurYfirlýsingPDF