is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/24466

Titill: 
  • Tengsl og frávikshegðun. Áhrif tilfinningatengsla á hegðun
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Verkefni þetta er 12 eininga lokaverkefni til BA gráðu í félagsráðgjöf við Félagsráðgjafardeild Háskóla Íslands. Umfjöllunarefni og markmið þessarar ritgerðar er að skoða hvort tengsl umönnunaraðila við ungbarn sitt geti haft forspárgildi um frávikshegðun síðar á lífsleiðinni. Leitað er í smiðju fræðimannana John Bowlby‘s og Mary Ainsworth en þau eiga það sammerkt að hafa komið fram með kenningar um mikilvægi góðra og öruggra tilfinningatengsla umönnunaraðila við barn sitt rétt eftir miðja síðustu öld. Afbrotafræðingurinn Travis Hirschi kom einnig fram um svipað leyti með félagslegar taumhaldskenningar sínar en þær leggja meðal annars áherslu á mikilvægi eftirlits foreldra með börnum sínum. Rannsóknir eru skoðaðar til að fá skýrari sýn á efnið. Ekki er til eitt svar við því hvort tengsl umönnunaraðila við barn sitt hafi forspárgildi um frávikshegðun síðar á ævinni en rannsóknir sýna að margt bendir til að barn sem elst upp við óörugg og neikvæð tilfinningatengsl og lélegt félagslegt taumhald sé líklegra til að leiðast út í hegðun á borð við frávikshegðun þegar á unglingsárin er komið. En margir þættir í lífi einstaklinga geta orðið þess valdandi að fólk leiðist út í frávikshegðun og ekki er hægt að benda á einn þátt frekar en annan hvað það varðar. Ýmislegt er í boði fyrir foreldra ungra barna og verðandi foreldra til að vinna að styrkingu tilfinningatengsla gagnvart barni sínu og nýtast störf og hugsjónir félagsráðgjafa þar.

Samþykkt: 
  • 10.5.2016
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/24466


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
BA ritgerð Ragna Kr Rúnarsdóttir-.pdf702.69 kBOpinnHeimildaskráPDFSkoða/Opna
Yfirlýsing_Ragna K.pdf290.98 kBLokaðurYfirlýsingPDF