is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/24537

Titill: 
  • Árangursmælingar íslenskra hlutabréfasjóða. Hvernig hefur frammistaða íslenskra hlutabréfasjóða verið undanfarin ár?
Námsstig: 
  • Bakkalár
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
  • Þetta lokaverkefni er árangursmæling á völdum hlutabréfasjóðum sem allir fjárfesta að stærstum hluta á íslenskum hlutabréfamarkaði. Allir sjóðirnir eru vaxtarsjóðir í virkri eignastýringu og hafa sambærilegar fjárfestingarstefnur. Þrír sjóðanna heyra undir stóru bankana, Íslandsbanka, Arion banka og Landsbanka, en hinir tveir undir fjárfestingarbankann Kviku og fjármálafyrirtækið GAMMA. Litið var á ávöxtun sjóðanna á tímabilinu 2012 – 2015, en þrír þeirra voru stofnaðir á því tímabili. Ávöxtun þeirra var síðan borin saman við hlutabréfavísitöluna OMXI8GI, sem endurspeglar íslenskan hlutabréfamarkað. Framkvæmd árangursmælingarinnar var útreikningur á viðurkenndum áhættuaðlöguðum árangursmælikvörðum sem skila niðurstöðum um hvernig frammistaða sjóða var í samanburði við hina sjóðina og við hlutabréfamarkaðinn.
    Niðurstöðurnar sýna að sjóðurinn sem heyrir undir Kviku og er rekinn af rekstarfélaginu Júpíter, Innlend hlutabréf, sýndi bestu frammistöðuna á því tímabil sem mælt var. Sjóður Gamma, Equity fund, kemur verst út þrátt fyrir að hafa rýmri fjárfestingarheimildir en hinir sjóðirnir. Sjóðir Íslandsbanka og Arion banka Hlutabréfasjóðurinn og ÍS-15, sýna mjög svipaða frammistöðu, en mælt tímabil þeirra var hið sama og eignasamsetning þeirra er mjög lík. Líkt og eignasamsetning í sjóð Landsbanka, Öndvegisbréf. Til að mynda voru bréf í Icelandair Group hf. í kringum 35% af heildareignum allra þriggja í lok árs 2015. Frammistaða þessa þriggja sjóða er ýmist í 2.-4 sæti í mælingunum. Öndvegisbréf skila að jafnaði hærri nafnávöxtun en flökt á ávöxtun er meira en hjá hinum tveim.
    Að undanskildum fjölbreyttum árangursmælingum á ofangreindum hlutabréfasjóðum má sjá í verkefninu að íslenskur hlutabréfamarkaður er byrjaður að taka við sér eftir efnahagshrun og að virk eignastýring getur reynst vel á íslenskum markaði.

Samþykkt: 
  • 11.5.2016
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/24537


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
BS-LOKASKIL.pdf1.03 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna