is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/24548

Titill: 
  • Öryggisverðir háloftanna. Upplifun íslenskra flugfreyja á starfi sínu
  • Titill er á ensku Security guards of the sky. How Icelandic flight attendants experience their job
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Ritgerð þessi byggir á viðtölum við 11 flugfreyjur sem vinna hjá tveimur stórum flugfélögum á Íslandi. Í rannsókninni var leitast við að öðlast frekari skilning á upplifun íslenskra flugfreyja á starfi sínu þar sem einblínt var á að skoða hvernig þær upplifa gleði og erfiðleika sem fylgja starfinu, tilfinningalega vinnu, ímynd sína og kynferðislega áreitni. Tekin voru 11 djúpviðtöl og þau greind með aðferð fyrirbærafræðinnar. Upp spruttu sex þemu; „Fagleg einangrun“, „Frelsi“, „Stigveldi þrátt fyrir samvinnu“, „Ekki í boði að vera í fýlu“, „Öryggisverðir háloftanna“ og loks „Þeir þykjast eiga mann“. Helstu niðurstöður eru þær að flugfreyjum finnst starf sitt mjög gefandi en einnig mun erfiðara heldur en almenningur gerir sér grein fyrir. Viðmælendur upplifa sig stundum eins og að þeirra raddir fái ekki að njóta sín þar sem ákveðin fagleg einangrun virðist eiga sér stað. Þær líta ekki á tilfinningalega vinnu sem áþján heldur einungis hluta af sínu starfi. Þær eru hvorki ánægðar með glamúrímyndina sem starfstitill þeirra ber né þær aðferðir sem notaðar eru til markaðssetningar þar sem auglýsingarnar gefa oft ranga mynd af þjónustunni. Flestar höfðu þær lent í kynferðislegri áreitni í vinnunni en töldu slíkt ekki hafa haft varanleg áhrif á sína líðan í starfi.

  • Útdráttur er á ensku

    The thesis is based on interviews with 11 flight attendants who work for two big Icelandic airlines. The research is based on understanding how the Icelandic flight attendants experience their job, focusing on job satisfaction and difficulties, emotional labor, their image as flight attendants, and sexual harassment. Phenomenology was used to gather research materials and 11 in-depth interviews were conducted. Six themes emerged: „Professional isolation“, „Freedom“, „Hierarchy despite cooperation“ „Sulking behavior not excepted“, „Security guards of the sky“, and finally „They think they own you“. The main conclusions are that flight attendants find their job to be both fulfilling but also much harder than the public realizes. Due to a certain professional isolation, the interviewees sometimes feel like their voices are not being heard. They do not look at emotional labor as a burden; they look at it as a part of their job. They are not happy about the glamour image of their job title nor the marketing strategies the airlines use, since the advertisements often give misleading messages to the public. Most of the interviewees have been sexually harassed at work but the harassment has not had significant effects on their job satisfaction.

Samþykkt: 
  • 11.5.2016
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/24548


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Heiti-Lokaskjal.pdf723.95 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna